Samvinnan - 01.04.1930, Síða 24
18
SAMVINNAN
fram alla muni öðruvísi en aðrir, skera sig úr, hvort sem
það er eðlilegt eða óeðlilegt að öðru leyti. En slíkur elt-
ingarleikur kann auðvitað engri lukku að stýra. Hinn
sanni frumleikur er hugkvæmnin, hæfileikinn til að láta
sér koma góð ráð í hug, en ekki síður djörfungin til að
fylgja þeim ráðum og koma þeim í framkvæmd. Til beggja
hliða er óvizkan: Annarsvegar sundurgerðarfýsnin,
sjálfbirgingshátturinn, ihneigðin til að vera öðruvísi;
hinsvegar ósjálfstæð og skríðandi eftirherman og útlend-
ingasnobberíið, sem þykir það eitt og það allt gott, sem
tíðkast með öðrum þjóðum. Á þessari síðari óvizku ber
meira í svipinn, en hún kemur oft svo hlægilega fram, t.
d. í blöðunum, að hún getur varla haldizt óbreytt til
lengdar.
Mergur þessa máls eru því orð tröllsins í ævintýrinu:
Hvort viltu heldur, að ég beri þig eða dragi? Urn þetta
tvennt er að velj a og annað ekki. Það þarf að gera sér sem
ljósast. Vér eigum þess áreiðanlega kost, ef vér beitum
viti og afli, að drottna yfir hinum erlendu tækjum, án þess
að bíða tjón af þeirn. Hér er að ræða um baráttuna fyrir
sjálfstæði í menningu, alveg eins og vér höfum öðlazt
stjómarfarssjálfstæði. í þessari baráttu má oss vafalaust
verða til mikilla heilla að nota það úr menningu liðinna
alda, sem unnt er, og skapa úr því eitthvað nýtt. Vér
þurfum að seilast í allar áttir, allra krafta þurfum vér
að neyta, ef vér eigum nokkm sinni að inna af hendi nokk-
ur þau afrek, sem nokkurs séu virði fyrir veröldina.
I fjársjóði þeim af draumum og táknum, sem vér
nefnum íslenzkar þjóðsögur, er ein saga, sem mér finnst
vera ímynd íslenzku þjóðarinnar á þeim stað, sem hún
er nú stödd. Það er sagan af Sæmundi fróða, sem ríður
andskotanum yfir Atlanzhaf. Til þess að Sæmundur yrði
fyrstur til íslands, varð hann að stofna sál sinni í voða.
•=— Vissulegu er þessi saga ekki ort í öndverðu um íslenzku
þjóðina og útlenda tækni, heldur um moldarbamið og
myrki’ahöfðingjann. En engu að síður getum vér nútíðar-