Samvinnan - 01.04.1930, Page 25
ÍSLENZK MENNING
19
menn, sem erum nokkru áhugalausaii um háspekileg efni,
haft þessa sögu að guðspjalli. Vér erum á leið til hins
fyrirheitna lands, nýrrar íslenzkrar menningar, og það
skiptir oss ekki síður en Sæmund miklu máli, að komast
þá leið fljótt. Vér tökum í þjónustu vora erlend vísindi
og tæki, starfsaðferðir og skipulag. Vér látum þetta bera
oss áfram með undraverðum hraða. Vér treystum því, að
oss takist að drottna yfir því, og að það nái aidrei yfir-
tökum. En vér stofnum sál vorri í háska ekki síður en
Sæmundur. Sá háski er sjúkdómur nútímans, sá, sem
þýzki spekingurinn Spengler nefnir Entseelung,
sálarþurð eða hvað sem vér viljum kalla það fyrirbrigðl,
þegar sálin þverr og hverfur úr verkum manna og lífi
öllu, og vélin á að vera lækning trénunarinnar. En vér
vonum, að vér verðum í þeim efnum jafn giftudrjúgir og
Sæmundur fróði var.
2*