Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 26
Héðan og* handan.
Nú í janúar eru 40
ár liðin síðan félag'sblað
K. Þ. Ó f e i g u r hóf
göngu sína. Alla tíð hef-
ir sami maður, Benedikt
Jónsson frá Auðnum,
annazt útgáfuna, ritað
flestar greinar, er blað-
ið hefir flutt, og lengi
framan af skrifað sjálf-
ur eintökin handa deild-
um félagsins. Handtök
Benedikts við Ó f e i g
eru því mörg orðin á 40
árum, og munu Þingey-
ingar þakka honum að
verðleikum þetta mikla
starf, sem lengst af hefir unnið verið fyrir litla
borgun. Nú er Benedikt 84 ára gamall. Hann er víst clzti
samvinnumaður í Islandi. Hann er löngu þjóðkunnur sem
einn hinn gáfaðasti og menntaðasti maður, sem þjóð-
in hefir átt, þótt ólærður sé. Er ekki sízt honum að þakka,
að það orð fór um stund af Þingeyingum, að þeir stæði
öðrum framar um menntun og víðsýni. Á því er ekki
vafi, að starf Benedikts fyrir samvinnuhugsjóninni og
ást hans á henni hefir átt drjúgan þátt í að gera hann að
slíkum afreksmanni, sem raun er á. Samvinnan biður vel-
virðingar á því, að hún birtir hér — í leyfisleysi — minn-
ingarorð Benedikts sjálfs um 40 ára afmæli Ófeigs núna
í janúarhefti blaðsins. Betri og hæfilegri minningu varð
ekki á kosið handa elzta samvinnuriti landsins.