Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 27
HEÐAN OG HANDAN
21
„Ófeigur“ fertugur.
Nú er þá Ófeigur fertugur að aldri. Fjörutíu ár eru
ekki langur kafli af æfi þjóðarinnar eða æfi Þingeyinga,
og vonandi ekki af æfi Kaupfélags Þingeyinga. — En mið-
að við mannsæfina er það alllangur tími.
í þessi 40 ár hefir Ófeigur farið 4—8 sinnum á ári
heim til kaupfélagsmanna með erindi sín, og viljað „færa
þeim heim sanninn“. Þeir, sem fæddust jafnt honum, eni
nú fertugir menn, og eiga því margir börn, sem komin
eru undir tvítugt.
Það má því með sanni segja, að Ófeigur hefir átt
tal við þrjár kynslóðir manna í héraðinu. Mætti því ætla,
að hann sé héraðsbúum yfirleitt kunnur. Samt er nú
Ófeigur orðinn nokkurra ára gamall, þegar jafnaldrar
hans fara nokkurt verulegt athygli að veita honum og er-
indum hans, og fyrstu orð og ummæli Ófeigs í þessum
heimi þekkja þeir og þaðan af yngri menn að líkindum
alls ekki. En með þeim sagði hann þeim glöggt til um það,
hvert hlutverk sitt væri, að hverju marki hann vildi
stefna og beina hugum áheyranda sinna og vilja.
Sá, sem enn er við ritstjórn Ófeigs, hefir verið það
frá upphafi; það er því ekki undarlegt, þótt fertugsafmæli
þessa fóstra hans veki hjá honum margvíslegar hugar-
hræringar, minningar og spurningar.
Fyrst og fremst er þess að minnast, til hvers Ófeigur
vai' í heiminn borinn, hvert erindi hann átti út í lífið, fé-
lagslíf héraðs vors, og hver árangurinn hafi orðið af 40
ára mælgi hans.
Það er ekki ritstjórans að dæma um árangurinn.
En hitt er honum vel ljóst, hver tilgangurinn var og er.
— Þessu lýsa líka vel hin fyrstu orð og ummæli Ófeigs.
Þau eru ekki mörg né myrk, og er því rétt að endurtaka
þau hér. Geta menn þá bezt dæmt um, hversu trúr Ófeig-
ur hefur verið sjálfum sér og sínu hlutverki. Fyrstu orð
Ófeigs hér í heimi voru þessi: