Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 28
22
SAMVINNAN
„Neyðin kennir naktri konu að spinna“. — Neyðin
hefir kennt mörgum fleiri að spinna, þótt þeir eigi spinni
allir silki. Hún hefir kennt mönnunum flest af því, sem
gott er og gagnlegt í heiminum. — Hugvitsmenn og um-
bótamenn hafa út úr neyð og vöntun, spunnið úr öflum
náttúrunnar fullnægingar mannsþarfanna. En neyðin hef-
ir kennt mönnum fleira en að spinna sinn þáttinn hver.
Hún hefir kennt mönnum að leggja þættina saman, að
sameina kraftana, sameina eftirlanganir og hugsjónir,
vekja upp sofin öfl og hrinda þeim á stað gegn tálmunum
fjármunalegrar og andlegrar ánauðar.
Það hefir lengi verið á orði, að ekki hafi önnur meiri
ánauð, kúgun og ófarsæld gengið yfir vort afskekkta land,
en hin illræmda verzlunareinokun, og þótt nú eigi að heita
hér „frjáls verzlun“, þá lifir þó enn í gömlum kolum sel-
stöðuverzlananna, svo sem dæmi sanna hér í Þingeyjar-
þingi. Og það er ekki efamál, að sú almenna neyð, sem
þetta skapaði, beindi mönnum til nýrra úrræða.
Það þurfti einhver að færa kaupmönnum heim sann-
inn um það, að kröfur þeirra til fátæks almennings væru
helzt til ríkilátar, líkt og þegar Ófeigur í Skörðum
reið heim til Guðmundar ríka. — Þetta hlutverk hefir
kaupfélag vort leyst.
En Ófeigur í Skörðum gerði meira. Hann sýndi Guð-
mundi hnefa sinn hinn mikla, og sýndist Guðmundi þá
ráðlegast að sitja eigi í sæti hans. — Hér er óleyst hlut-
verk.
Neyðin hefir kennt oss að spyrna gegn ánauð, cfríki
og afvegaleiðslu hinnar dönsku selstöðu hjá oss; hún hef-
ir kennt oss að sameina kraftana, og það er vonandi, að
hún kenni oss að sníða oss stakkinn eftir vexti. Verzlunin
hér hefir ekki verið stakkur eftir vorum vexti, heldur
þeirra, sem lifa á okruðum ágóða. Vér þurfum sjálfir að
velja oss efnið í stakkinn, og sníða hann sjálfir; þá er
meiri von, að hann verði oss að sönnu liði. —
1 þessa stefnu viljum vér, að blaðið Ófeigur beini
hugum manna og vilja, og vér væntum, að sem flestir