Samvinnan - 01.04.1930, Side 29
HÉÐAN OG HANDAN
23
góðir drengir veiti oss fulltingi til þess. Vonum vér, að þá
kalli engin feigð að blaðinu, og að það beri nafn með
rentum.
Óskum vér svo öllum félagsmönnum árs og friðar.
Ámi Jónsson. Benedikt Jónsson. Pétur Jónsson.
Hér er ekki um að villast, hvert Ófeigur hefir viljað
stefna.
Hann bendir á tvö aðalhlutverk. Fyrst að færa kaup-
mönnum og öðrum heim sanninn um það, að vér getum
sjálfir stjómað verzlun vorri með lýðstjómarskipulagi;
sniðið oss þar stakkinn sjálfir, við vort hæfi.
Þetta hlutverk telur hann, að K. Þ. hafi leyst á þeim
8 árum, sem liðin vora þá frá upphafi félagsins.
Síðara hlutverkið, að leggja hnefann á borðið og
segja: „Sittu þá ekki í sæti mínu“, telur hann óleyst af
höndum, en dregur enga dul á, að að þvi vilji hann
vinna. —
En — því miður — við verðum að játa, að þetta hlut-
verk er ekki leyst af höndum enn þann dag í dag, eftir
40 ár. — Hvorki K. Þ. fyrir sitt leyti og Þingeyinga, né
íslenzku kaupfélögin í heild hafa ennþá haft skapsmuni
til þess að leggja hnefann á borðið með orðum Ófeigs
gamla í Skörðum.
Það er aðeins lítið brot af verzlun vorri, sem vér höf-
um komið lýðstjómarskipulagi á. — Kaupmennskan
blómstrar í landinu. Kaupmönnum og allskonar pröngur-
um fjölgax stórum. Jafnvel selstöðuverzlanimar gömlu
þrífast ágætlega. — Og ríkilætið minnkar ekki. Allur þessi
prangaralýður rakar saman í sinn vasa ógrynni fjár, sem
runnið gæti til almennings, ýmist sem lækkað verð að-
keyptra vara, hækkað söluverð gjaldeyrisvara, eða til
eflingar séreigna og sameignasjóða almennings, og til alls-
konar menningarfyrirtækja, ef lýðstjómarskipulagi væri
komið á alla verzlun landsins.
Það er fyrir löngu búið að sýna og sanna, bæði hér
á landi og í öðram löndum, að það er auðvelt að reka