Samvinnan - 01.04.1930, Page 32
Um rannsóknir
í íslenzkri menningar- og atvinnusögu.
Eftir Þorkel Jóhannesson.
I.
Örnefnarannsóknir á Norðurlöndum.
Allmörg- ár undanfarin hefi ég fengizt við það að rann-
saka sögu íslenzkra atvinnuvega og þar með hagsögu
þjóðar vorrar frá upphafi fram til vorra daga. Um þetta
efni fjallaði ritgerð mín til meistaraprófs í íslenzkum
fræðum hér við háskólann. Síðan hefir það verið ætlun
mín, ef mér entist líf og heilsa og aðrar ástæður leyfði,
að halda þeim rannsóknum áfram og rita samfellda sögu
atvinnuveganna með stoð þeirra heimilda, sem frekast er
kostur á. En mér varð brátt ljóst, að til þess að rita um
starfsmenningu og starfsháttu íslendinga frá upphafi var
nauðsynlegt að kynnast rækilega fomum starfsminnjum,
því fremur sem hér var um að ræða gögn áður lítt þekkt
og næstum ónotuð.
Svo sem kunnugt er, hefir verið unnið all-mikið að
því með frændþjóðum vorum á Norðurlöndum að rann-
saka fornar menningarminnjai’ og halda til haga, þar á
meðal örnefnum og minnjum fornra atvinnuhátta. Þess
vegna ákvað ég, er ég fékk utanfararstyrk kandidata
af sáttmálasjóði vorið 1927, að kynna mér fyrst og
fremst starfsemi og aðferðir — vinnu og vinnubrögð
þeirra mannna og stofnana, sem fremst standa um þetta
efni á Norðurlöndum. Hafði ég þá fyrst í huga ömefna-
stofnunina dönsku, Stednavneudvalget, sem
cand. mag. Gunnar Knudsen stendur fyrir og að-
setur hefir í Kaupmannahöfn, ömefnastofnanirnar