Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 33
RANNSÓKNIR
27
sænsku í Uppsölum, Gautaborg og Lundi, þióðminnja-
söfnin í Stokkhólmi og loks en ekki sízt byggðahreyfing-
una Hembygdsrörelsen í Svíþjóð.
Örnefnarannsóknir hafa nú um alllanga hríð verið
stundaðar af miklum áhuga um öll Norðurlönd og miklu
fé varið til þess að safna slíku og vinna úr því. Einn hinn
snjallasti vísindamaður Nc -ðmanna, prófessor Magnus
01 s e n, hefir í ágætri bók, Ættegaard og
H e 11 i g d o m, sýnt, hversu mikils virði ömefnin eru
fyrir menningar- og byggingarsögu Noregs og þjóðháttu
ýmsa löngu fyrr en sögur hefjast. Á svipaðan hátt og
með líkum árangri hafa sænskir vísindamenn rannsakað
sænsk örnefni. Skal ég til dæmis aðeins nefna dosent
W e s s é n í Uppsölum, sem nýlega hefir rakið ýmsan
fróðleik um foman átrúnað Svía eftir örnefnum í ýms-
um landshlutum. En eHa hefir dr. Jöran Sahlgren,
sem nú um þessi áramót varð prófessor í norrænu við há-
skólann í Lundi, lagt einna mest stund á rannsókn ör-
nefna í Svíþjóð. Hefir hann verið ritstjóri tímaritsins
Namn och Bygd, sem út kemur í Lundi og fjallar
einkum um þessi efni. Enn má nefna prófessor H j a 1-
m a r L i n d r o t h í Gautaborg, sem kunnur er mörg-
um íslendingum af ferðum hans hér á landi fyrir
skemmstu. í Danmörku hafa dr. M a r i u s K r i s t e n-
s e n og cand. mag. Gunnar Knudsen unnið mest að
ömefna rannsóknum, einkinn Gunnar Knudsen. Þótt hér
hafi verið nefndir nokkrir þeir, sem einna fremst hafa
staðið um rannsóknir ömefna á Norðurlöndum, þá hefir
fjöldi annara manna, bæði fyrr og síðar, unnið geysi þýð-
ingar mikið starf til varðveizlu og skýringar ömefnum
um öll Norðurlönd, þótt enn sé mikið ógert í þessu efni.
Hefir og til þessa verks verið varið miklu fé af opinber-
um sjóðum og sýnir það bezt, að hér hefir þótt vera til
mikils að vinna, enda hefir árangurinn orðið stór-merki-
legur víða.
Langt er síðan að vísindamenn veittu því athygli,
að af örnefnum mátti ráða fróðleik um forna atburði og