Samvinnan - 01.04.1930, Síða 36
30
SAMVINNAN
Þá er enn ótalinn sá fróðleikur, sem örnefni veita um
atvinnu og starfsháttu þjóða og- ýmislegt, er við kemur
daglegu lífi manna. Sá fróðleikur er geysimikill og mjög
nytsamur öllum þeim, sem fást við að rannsaka og skýra
hagsögu og menningarsögu liðinna alda. Frá því sjónar-
miði horft, verður landið og landslýður eitt. Alls staðar,
hvert sem litið er, verður fyrir manni eitthvað, sem
minnir á starfsemi manna, lífsbaráttu þeirra, djörfung,
ráðleitni og framsókn; en eigi er þar færra greint um
hnigr.un, undanhald og eyðingu. Að vísu fara fræðimenn
nærri um foma landshagi, atvinnu og starfsháttu á löngu
liðnum tímum, áður sögur hefjast, af fomminnjarann-
sóknum. Síðar koma rituð gögn, oftast strjál í fyrstu. En
hér fyila örnefnin- upp. Tökum dæmi af atvinnusögu ís-
lands. Vér vitum, að járngerð, rauðablástur, var stunduð
hér á landi frá upphafi, að því er ætla verður, og fram
yfir 1400. Um það leyti legst þessi atvinnugrein niður,
og mun reyndar hafa verið stunduð lítið á 15. öld. En þar
áður virðist járngerð hafa veríð allmikil hér á landi og
mest hinar fyrstu aldirnar. Um atvinnugrein þessa vitum
við reyndar harðla litið. En vér höfum ýmis ráð til þess
að kynna okkur hana, afla okkur vitneskju um þennan
merkilega iðnað forfeðra vorra. Með því að kynna okkur
rauðablástur á Norðurlöndum, Suðureyjum, írlandi og
Skotlandi frá elztu tíð, svo sem það efni er kunnugt orðið
af rannsóknum um stöðvar hinna fomu landnámsmanna
Islands, getum vér fengið all-ljósa hugmynd um það,
hvemig iðnaði þessum var háttað, um það leyti sem land
byggðist. Þekking og tækni í iðnaðargrein þessari flyzt
getið, þótt eigi sé þess kostur að víkja nánar að efni hennar.
En í þessu efni og raunar fleirum er það til mikillar taíar, að
enn vantar mikið á, að til sé uppdráttur af byggðum landsins
öllum, sem hægt sé að styðjast við um slíkar rannsóknir sem
þessar, svo að til fullrar hlítar sé. þessu er allan annan veg
farið í nágrannalöndunum, þar sem til eru mjög nákvæm og
góð landabréf, er sýna alla byggð lándanna og landsháttu, svo
að þeim verður fylgt örugglega um smáatriði auk heldur.