Samvinnan - 01.04.1930, Side 38

Samvinnan - 01.04.1930, Side 38
32 S A. M V I N N A N bendir enn til hins sama og myndi nú þykja með ólík- endum, að skógur hefði náð suður undir Vonarskarð á landnámsöld vorri eða síðar, ef eigi væri svo órækt vitni. Hitt er miklu kunnara og eigi eins furðuJegt og þó bend- ing um gífurlega breytingu á gróðurfari og landkostum, að Smiðjulaut er nefnd á Hellisheiði. Er hér að vísu um að ræða minnjar járngerðar og vitni um þann tíma, er hér var land viði vaxið, meir en nú þykir sumum trúlegt, er lítur yfir öræfin kringum Reykjavík, austur og suður. 1 sömu átt bendir nafnið Kolviðarhóll og á þetta saman, þótt síðar hafi um Kolviðarhól myndazt léleg þjóðsaga. Hér eru nefnd aðeins tvö dæmi. Annað af því, að það er nokkuð einstætt og fáum kunnugt, hitt af því, að það er mörgum kunnug, en líklega skilið af fáum. Iivort- tveggja varpar allmiklu ljósi kring um sig. Fleira mætti greina um almennt sögulegt gildi ör- nefna, en að því skal ég síðar víkja betur. í utanför minni kynnti ég mér allrækilega vinnubrögo ömefnanefndarinnar dönsku, sem nú er föst ríkisstofnun og vinnur eftir föstum áformum. Aðalverk hennar hefir verið að safna örnefnum og leiðrétta þau og færa til skynsamlegrar stafsetningar; en þar í landi eru staða- nöfn víða mjög úr lagi færð, eigi sízt af þýzkum áhrifum og auðvitað mest á Suður-Jótlandi. Þar hefir örnefna- nefndin fengið það starf að leiðrétta afbakanir og setja inn aftur forn, dönsk staðaheiti, er Þjóðverjar höfðu lagt niður og gefið nafn af sinni tungu. Á þetta fyrst og fremst við um þann hluta Suður-Jótlands, er Danir fengu á sitt vald eftir styrjöldina miklu. — Það yrði of langt mál og enda tilgangslítið að lýsa starfskerfi nefnd- arinnar. Það á að sumu leyti við hér hjá okkur og að sumu leyti ekki, sem eðlilegt er, þar sem bygging landsins og landshagir allir hafa frá fornu fari verið mjög á annan veg þar og hér. Má raunar hið sama segja um örnefnasöfnin í Upp- sölum og Lundi. En að vísu má líta svo á, að það sé ávinningur fyrir oss íslendinga, er vér loks hefjumst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.