Samvinnan - 01.04.1930, Side 40
34
SAMVINNAN
til Gávle, trjáviðarbæjarins, og þaðan um járnlandið til
hins æfagamla námabæjar Falun í Dölum. Á þeirri leið
átti ég kost á að kynnast því, hvemig hinn nýi tími, véla-
öldin, hefir umskapað gjörsamlega sænskt þjóðlíf og þjóð-
menningu í stórum landshlutum, svo að ekki stendur
steinn yfir steini að kalla af fomum starfsháttum og
félagsmenningu. Allt er nýtt, og að vísu gott í sinni röð.
Bezta stál heimsins er gert hér, og fullkomnustu sögunar-
stöðvar a. m. k. á Norðurlöndum eru reknar hér. Hér eru
að verki framsýnir og ötulir menn, sem kunna til fulln-
ustu til sinna verka. Hið nýja iðnaðarsamfélag virtist vel
stofnað og bera merki sænskrar ráðsvinnu og þeirrar
brotalausu og þó glæsilegu raunhæfni, sem mjög einkenn-
ir sænska nútíð fyrir flestra hluta sakir. En fyrir þann,
sem skyggnast vildi eftir varðveizlu fomra starfsminnja,
var hér lítið til erindis, að frátöldu hinu stórmerkilega
málmiðnaðarsafni í Falun, þar sem gaf að líta yfir sögu
málmvinnslu í járnlandinu gamla frá elztu tíð, allt frá
rauðablæstrinum, frumlegustu og ófullkomnustu aðferð-
inni, og fram til vélatímans, fram á vora daga. Ég mun
síðar víkja að því, hve æskilegt og nauðsynlegt það sé,
að koma upp viðlíka söfnum fyrir höfuð-atvinnuvegi vora,
sjávarútveg og landbúnað.
Frá Falun fór eg til Ráttviken við Siljan í Dölum og
svo eftir Siljusjó til Mora.
Dalirnir eru af mörgum orsökum eitt hið kunnasta
hérað í iSvíþjóð. Þar hefir frá ómunatíð búið frjálshugað
og kjammikið fólk. Þaðan efldist Gustaf Vasa I. að liði,
til þess að hrinda útlendu oki af þjóðinni, og hefst með
þeim atburðum hin nýja saga Svíþjóðar. Til minningar
um það hafa Dalakarlarnir reist minnismerki um Gustaf
Vasa í hinni fornu þingbrekku í Mora. Þar stendur hann,
gi-iðalaus útlagi í ríki feðra sinna, og talar kjark og kraft
í bændamúginn. Þá mynd gerði A n d e r s Z o r n til
ævarandi minningar um hamingju heillar þjóðar í braut-
ingja gerfi. Andrés Zom var sjálfur Dalakarl og Mora-
búi, óskilgetinn sonur bóndadóttur einnar fátækrar. Þó