Samvinnan - 01.04.1930, Síða 41
RANNSÓKNIR
35
vai'ð hann einn frægasti listamaður heimsins á sinni tíð
og að vísu konungur í list sinni Og hamingjumaður
fyrir þá sök, að fáum mönnum hefir auðnazt að vinna
merkilegra verk til varðveizlu og eflingar menningar-
félagi því, er hann tilheyrði frá upphafi til æfiloka, þótt
hann yrði heimsfrægur maður og stórauðugur.
Allt frá dögum Gustafs Vasa hefir svo verið talið,
að í skógardölunum við Siljan byggi kjarni sænsku þjóð-
arinnar og menning Dalakarlanna talin glæsilegasta og
rótgrónasta sveita- eða bændamenning í Svíþjóð, fram
á þennan dag. Þangað er því löngum enn stefnt af þeim
mönnum, sem kynnast vilja sænsku sveitalífi, glæsileg-
ustu minnjum hinna fomu sænsku þjóðmenningar. í þeim
vændum lagði ég leið mína upp í Dali. Og einmitt hér
kynntist ég nokkuð vel átthaga- eða byggðahreyfingunni
sænsku, Hembygdsrörelsen, sem haft hefir afar-
rík áhrif til varðveizlu og endureisnar fornri, þjóðlegri
menningu í sænskum sveitum.
Óhætt er að segja, að þegar miðöldum lýkur, verði
Svíar fyrstir Norðurlandaþjóða til þess að gefa gaum að
þjóðlegum fræðum: fornum minnismerkjum, þjóðtrú,
venjum, sögum og kvæðum og öðru, er til þjóðfræða
telst. Hinn fjölvitri Svíi, 0 1 a u s M a g n u s, ritaði fyrst-
ur bók um þessi efni, er út kom í Róm 1555, auðvitað fyrir
áhrif frá fommenntastefnunni, sem þá gætti enn lítt á
Norðurlöndum. Má kalla, að síðan hafi alltaf verið unnið
að því með Svíum, að rannsaka forn fræði ýmis konar,
safna slíku og leitast við að skýra það. Lét Gustaf Adolf
II. fyrstur Svíakonunga mál þetta til sín taka, er hann
gerði Johannes Bureus að ríkisfornfræðingi 1599
og fól honum fyrst og fremst að rannsaka rúnasteina. Leið
þá ekki á löngu, að líku yrði fram farið í löndum Dana-
konungs. 1630 setti Gustav Adolf ríkisfornfræðingunum
víðtækt erindisbréf um söfnun og athugun hvers konar
fornra fræða og þjóðhátta, sem sýnir, hve stóri hann og
ráðamenn hans litu á þýðing þessháttar starfsemi. Runnu
og nýjar stoðir undir þjóðfræðaiðkanir Svía, er rikið efld-
3*