Samvinnan - 01.04.1930, Síða 43
RANNSGKNIR
37
Vitanlega verður ekki synjað fyrir það, að menning
Svía og allur þjóðarbragur beri þess merki, að sjóndeild-
arhringurinn var ekki alltaf markaður af sömu skógarás-
unum, að stórt var dreymt, unnið og tapað. En þótt vík-
ingslundin hafi leitt þjóðina aftur og aftur til stórræða og
stórræðin hafi alið kapp og skörungsbrag, sem meir gætir
hjá Svíum yfirleitt en öðrum Norðurlandaþjóðum, þá eru
það ekki stórkostleg stjórnmálaæfintýri, sem affararík-
ust hafa orðið fyrir þjóðina, eins og við kynnumst henni
nú. Örlagaþrungnustu atburðirnir í lífi hennar gerðust
ekki á vígvöllum Þýzkalands og Rússlands á 17. og 18.
öld. Þeir gerðust um og eftir miðja 19. öld heima í Sví-
þjóð, heima í sveitum landsins, undir rólegustu og hvers-
dagslegustu landsstjórn sem hægt er að hugsa sér. Þess-
ir atburðir, eða atburður, eru vélmögnun, iðngei’ving at-
vinnuveganna. En afleiðingin af því varð alger umtum-
un á undirstöðum hins þúsund ára gamla, rammgjörfa
menningarfélags bændalandsins.
Þetta sjálfstæði alþýðumenningarinnar, bændamenn-
ingarinnar, öldum saman, þessi stöðugleiki gegnum öll um-
skipti, er alkunnugt fyrirbrigði í þjóðlífi Norðmanna og
Svía, og raunar einnig Islendinga, en þó með nokkrum
hætti á annan veg hér, vegna frábrugðinna atvinnuhátta.
Þarna voru byggðirnar sundurskildar af fjöllum og skóg-
um. Hver bjó að sínu og því voru samgöngur litlar löng-
um, enda voru næsta ólíkar mállízkur talaðar í ýmsum
byggðarlögum, þótt skammt væri raunar á milli. Hér
bjuggu bændumir mann fram af manni í sömu bæjum,
við sömu siði og háttu, ræktuðu sömu akurblettina að
fornum sið og voru sjálfum sér nógir. Svo kom breyting-
in. Nýjar hugsanir slæddust upp í skógarbyggðimar.
Menn fóru að líta öðrum augum á sumt en áður, auðvitað
smátt og smátt í fyrstu; en þegar farið er að hagga við
fomum formum er vandséð hvar lendir. Samgöngur urðu
greiðari. Bættar ræktunaraðferðir kröfðu nýrrar skipun-
ar á landaskiptingu í hverfum sveitanna. Það kom miklu
losi á. Nýir bæir voru byggðir. Og maður í nýjum bæ, á