Samvinnan - 01.04.1930, Side 44
38
SAMVINNAN
nýrri jörð, er ekki lengur sá sami og áður meðan hann
bjó í gamla bænum á jörð föður síns. Skógarvinnzlan
jókst. Peningar komu til sögunnar. Heimilisiðnaðurinn
lagðist niður. Stéttamunurinn, sem fyn-um var mikill,
máðist mjög út. Mállýzkurnar fengu hnekki af skólunum
og útbreiðslu bóklesturs. Hugmyndalíf manna gerbreytt-
ist af öllu þessu. Meðan þessu fór fram, þokaðist iðnað-
urinn upp í skógarbyggðimar. Sögunarmyllur risu upp
og járnverk í nýjum stíl. Járnbrautir teygðu úr sér. Áð-
ur en varði var allt hið foma gengið úr skorðum. Hluta-
félög bæjanna keyptu skógana í heilum byggðarlögum.
Bændurnir urðu að verkamönnum en sumir fóru til Ame-
ríku. Sums staðar lagðist byggðin í eyði. En á öðrum stöð-
um risu bæir, byggðir á allt annan hátt en gömlu skóg-
arbæirnir. Forn byggingarlist, forn hýbýlamenning, forn-
ir atvinnu- og starfshættir þokuðu fyrir nýjum. Forn
hugsunarháttur, forn menning þokaði fyrir nýrri. Ný
stéttaskipun kom í stað gamallar, byggð á allt öðrum
undirstöðum, tengd við nýtt og gjörólíkt atvinnuskipulag.
Þessi breyting kom auðvitað ekki í einum svip, ekki alls
staðar samtímis. Það byrjar að bóla á henni kring um
aldamótin 1800. Það er kominn þungur skriður á hana
um miðja 19. öld og upp frá því heldur hún áfram jafnt
og þétt,
Áðan var því iýst stuttlega, hvernig áhugi á rann-
sókn og varðveizlu á fornum minningum og ýmsum ein-
kennum og ávöxtum þjóðlegrar menningar hefði snemma
vaknað með Svíum og þar hefði verið unnið mikið og ó-
metanlegt starf undir þessa grein á 16., 17. og 18. öld, að
undirlagi ríkisstjómarinnar og vísindastofnana, en sum-
part af áhuga einstakra manna. En jafnhliða byltingu
þeirri í menningar- og starfslífi þjóðarinnar, sem nú var
reynt að gera grein fyrir í mjög stuttu máli, hefst ný
vakning áhugans á varðveizlu þjóðlegra menningar-
minnja. Sú vakning, sú hreyfing, hefir á síðari árum verið
nefnd Hembygdsrörelsen, byggða- eða átthaga-
hreyfingin, í slæmri íslenzkri þýðingu þessa orðs. Skal eg