Samvinnan - 01.04.1930, Blaðsíða 48
42
SAMVINNAN
Svíþjóðar. Þar hefir þeim verið kennt, hversu haga
skyldi verkinu í hverri grein starfsins, svo sem orðasöfn-
un, örnefnasöfnun, uppskriftum allskonar fróðleiks af al-
þýðuvörum um gamla háttu byggðanna, sögu býla, þjóð-
sagna og kvæða. Þar hefir mönnum kennt verið að athuga
um byggingar, híbýlaháttu, klæðnað, dans, hljóðfæralist,
söng og leiki og yfirleitt allt, sem snerti þjóðlega menn-
ing. Jafnframt hafa tekin verið í þjónustu þessa starfs
tæki þau öll, sem nútíminn á ráð á og unnt er að nota við
þetta verk, og er þar helzt að nefna hljóðrita og
ljósmyndatæki. Með hljóðritunum hafa tekin ver-
ið sýnishom af mállýzkum, söngvar og hljóðfæraleikur,
en ljósmyndir gerðar af byggingum allskonar og gripum,
búningum, verksummerkjum o. s. frv. Öllu þessu efni er
svo raðað í söfnin eftir föstum reglum, svo aðgengilegt
sé og nothæft, og bíður þar mikið og stórkostlegt verk
vísindamanna á komandi tímum, að hagnýta þetta og
vinna úr því.
Vér höfum þá séð, að margar stoðir hafa runnið
undir þjóðfræðastarf Svíanna. Allt frá því að ný öld
öld hófst þar í landi, ný skipun tók að koma á atvinnu-
líf alþýðu og lifnaðarhættir allir tóku að breytast, en
hið gamla að riða til falls, hefir þar verið vakinn áhugi
að bjarga því frá gleymsku, sem bjargað varð. Fyrst af
einstökum mönnum og félögum, síðar af háskólunum og
vísindastofnunum. Eftir aldamótin 1900 kemst meiri skip-
un á um starf félaganna í byggðunum. Byggðahreyfing-
in fær fastara snið og alþýðuskólamir koma inn í starf
hennar. Jafnframt eflist starfsemi háskólanna og það
komast á fót fastar sérstofnanir, er hafa þjóðfræðarann-
sóknimar með höndum, styðja byggðahreyfinguna og
hennar menn með ráðum og dáð, efla hana og eflast af
henni. Nú er að því unnið, að koma föstu og samfelldu
skipulagi á verk þetta um allt landið, undir forustu vís-
indamanna, með drjugum fjárstyrk úr opinberum sjóð-
um. Er svo til ætlazt, að á næstu áratugum verði lokið að
athuga og safna því, sem máli skiptir um menning og