Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 49
RANNSÓKNIR
43
menningarleifar hins eldra tíma. En með hverju ári sem
líður, verður hér um snauðara garð að gresja. Þeir menn
falla í valinn óðum, sem muna hina fyrri öld, ólust upp
við háttu hennar, fengu hlutdeild í trú hennar og þekk-
ingu, kunnu mál hennar, söngva og sagnir.
III.
Verkefni Islendinga.
Þess var áður getið, er skýrt var frá þjóðfræðarann-
sóknum í Svíþjóð, að ný öld hefði hafizt þar í landi undir
miðja 19. öld, sem smátt og smátt, og þó hraðfara sums
staðar, leiddi til gagngerðrar byltingar í starfslífi og
starfsmenningu landsmanna. Við íslendingar höfum svip-
aða sögu að segja. Breytingin hefir að vísu komið síðar
hjá okkur. Hún byrjar við sjóinn, í verstöðvunum. At-
vinnutækin, sem um hundruð ára höfðu verið með líku
lagi, rekin á líkan hátt, bundin við svipaðar eða sömu
stöðvar, þoka fyrir nýjum. Ný vinnubrögð koma í stað
gamalla. Ný atvinnuhverfi myndast, en gamlar stöðvar
eyðast. Ný kynslóð vex upp við nýja háttu og ný mark-
mið fram undan. Tengslin við forna starfsmenningu veikj-
ast og slitna með öllu. I stað róðrarbátanna koma þilskip,
vélbátar og loks togarar. Nýjar starfsaðferðir rýma út
gömlum; vélar koma í stað handafls. í stað hlutskiptis
eftir æfa fomu lagi kemur daglaunavinna og kaupgjald
greitt í peningum. I stað sjóbúða og vermanna kemur
íöst byggð, þorp og bæir. í stað útvegsbænda koma hluta-
félög. I stað hinnar gömlu útgerðar kemur fjármagn, pen-
ingar. Breyting þessi hefir mest orðið á síðustu 25 árum,
en hún á aðdraganda. Og nú má kalla, að hún sé komin í
kring með öllu. Sjávarútvegur þjóðarinnar er kominn í
algerlega nýtt horf, hvílir á algerlega nýju skipulagi,
nýrri tækni, nýjum menningar grunni. Fyrr en varir eru
síðustu foi’vöð að bjarga minnjum hinnar gömlu aldar.
Skipin gömlu eru að hverfa úr sögunni, fúna niður og
verða að eldsmat. Sjóbúðirnar eru rifnar niður. Veiðar-