Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 51
RANNSÓKNIR
45
færin glatast, gömiu vermennirnir ganga óðum til grafar,
þeir, sem muna hina fyrri öld. Hér þarf því skjótra að-
gerða.
Búnaðurinn, annar höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar,
hefir haldizt lengur í gömlu horfi. En nú rennur óðum upp
ný öld í sveitunum líka. Gömlu bæirnir hverfa og rísa
upp aftur í allt annari mynd. Fornar búvenjur leggjast
niður. Nýtt búskaparlag skapast. Með vaxandi ræktun
koma ný verkfæri, nýtt verklag. Hér fer því á líka leið
og við sjóinn. En við þetta bætist óvenjulegt los og um-
rót alls staðar. Fólk flytur burtu af fornum stöðvum og
nýtt kemur í staðinn. Arfsagnir, sem fylgja jörðum og
ættum, ruglast og gleymast. Forn örnefni týnast eða
skekkjast. Fom verksummerki eyðast og mást út.
Við þessu verður ekki gert. Það er hvorki unnt né
æskilegt að stöðva straum hins nýja tíma. Rafmögnun
landsins, fjármögnun og vélmögnun atvinnuveganna,
hlýtur að komast til fulls í kring á næstu áratugum. Þá
eru þjóð vorri sköpuð alveg ný starfsskilyrði og upp af
því hlýtur ný menning að spretta. En hér eins og í Sví-
þjóð verður þó barátta háð um það, að hin nýja starfs-
menning, nýja atvinnumenning, fái stuðzt að nokkru við
fornar stoðir. Að sambandið við hið forna verði ekki
kubbað um þvert alls staðar vegna vankunnáttu og rækt-
arleysis. Að fánýt tízka nái ekki að skipa hin fomu önd-
vegi af tómum hjárænuskap manna og skeytingarleysi.
Hér, eins og þar, verður að kosta kapps um, að leiða eins
mikið og unnt er af hinu nýja inn í hin gömlu form, en
búa hinu ný form, sem eigi verður á annan hátt sam-
þýtt komandi tíð. Kasta eins litlu og unnt er með öllu á
brott. En til þess að slíkt sé hægt, verður að glæða áhuga
manna, skilning og þekkingu, á verðmæti hins forna
menningararfs. Samvinna verður að takast um þetta með
þjóðræknum mönnum um allt land. Hér þurfaað
rísa upp félög í öllum byggðum, sem hafi
að markmiði varðveizlu og rannsókn
f o r n r a m e n n i n g a r o g s t a r f s m i n n j a. Það