Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 53
RANNSÓKNIR
47
stökum manni eða mönnum en sjaldan af skilningi eða á-
huga á gildi slíks fyrir almenna menningar- eða starfs-
sögu þjóðarinnar. Því síður að nokkuð slíkt yrði dregið
saman á skipulegan hátt, í þeim ákveðna tilgangi að
halda því til haga og rannsaka það í heild. Ámi Magnús-
son mun einna fyrstur allra Islendinga hafa skilið það,
til hvers hér var að vinna. En einum manni verður ekki
ætlað að vinna allt, sem vinna þarf. Starf Árna var geysi-
lega mikið, og það er gott að minnast þess, að frá honum
stafar t. d. eldsta uppskrift æfintýra af alþýðuvörum, svo
og ýmsai- athuganir um alþýðumál o. fl. því líkt. Líklegt
má og þykja, þótt enn sé ekki rannsakað, að frá honum
stafi ein hin elzta héraðslýsing íslenzk, lýsing Vest-
mannaeyja, eftir séra Gissur Pétursson, frá um 1700. Þeg-
ar alls er gætt, sem þessi maður starfaði að, má sjá, að
hann hefir fátt látið sér óviðkomandi, er snertir þjóðfræði
íslendinga. En síðan líða langir tímar, svo að þessum
efnum er lítt sinnt. Eftir 1800 kemur nokkur hreyfing á
um þessi efni. Einna merkilegust er tilraun Bókmennta-
félagsins til að safna drögum til Islandslýsingar. I drög-
um þeim er mikill fróðleikur um landið og landsháttu á
fyrra hluta 19. aldar. Um foi'ngi'ipaprangið var áður talað.
Þá hefst söfnun þjóðsagna og æfintýra, þjóðkvæða, gátna
og skemmtana og var Jón Ámason þar drýgstur. Eru
þau söfn merkileg og almenningi kunn. Þá hafa verið
gerðar rannsóknir um ömefni þau, sem við sögur koma,
og er merkast slíkra rita H i s t o r i s k-T o p o g r a f-
isk Beskrivelse af Island, eftir Kr. Kálund. Þá
hefir og allmikið verið gert að fornleifarannsóknum, af
Sigurði Vigfússyni, Bimi Ólsen, Valtý Guðmundssyni,
Daníel Bruun, Finni Jónssyni, Brynjúlfi Jónssyni og
Matthíasi Þórðarsyni o. fl. Ritgerðir um rannsóknir þess-
ar er víða að finna, sumt í erlendum tímaritum, sumt sér-
prentað, sumt í innlendum ritum (Safni til sögu íslands,
Árbók Fornleifafélagsins). 1 skýrslum þessum öllum em
fjöldamargar merkilegar athuganir um ýmis atríði, er
snerta forna starfsmenningu þjóðarinnar. En um allt