Samvinnan - 01.04.1930, Síða 55
RANNSÓKNIR
49
eg lýsti áformum mínum, þeim að rita sögulega lýsingu
á atvinnuvegum, starfsháttum og fjárhögum þjóðar
vorrar frá upphafi. Rit þetta hefi eg kallað Hagsögu Is-
lands. I erindi mínu gerði eg stuttlega grein fyrir tilföng-
um slíks rits. Eg benti á, að til þess að geta ritað það,
yrði sá, sem til þess gerðist, að ferðast um allt landið og
kynna sér gaumgæfilega alla staðháttu hvarvetna og
rannsaka, svo sem kostur væri á, allar fomar starfsminnj-
ar, sem til væri: verksummerki og byggðarleifar, ömefni,
er benti á atvinnu og störf manna, sögusagnir og fróðleik
á alþýðuvörum um fornar starfsvenjur og háttu. Taldi
eg, og er þess vissari nú en nokkru sinni fyrr, að slík
rannsóknarfefð myndi eigi þýðingarminni fyrir hagsögu
landsins en ferðalög og rannsóknir náttúrufræðinga, svo
sem Þorvalds Thoroddsens, á sinni tíð, fyrir náttúru-
fræði þess og jarðfræði. Taldi eg, að þetta verk myndi
taka að minnsta kosti 10—12 ár, ef varið yrði til þess
2—3 mánuðum á ári hverju, en þá auðvitað eigi talin með
sú vinna, sem óhj ákvæmilega yrði að gerast jafnharðan
til þess að flokka, raða niður og gera tiltækilegt efni það,
sem á þann hátt yrði saman dregið árlega. Mæltist eg til,
að Alþingi veitti til þessa verks 1200 kr. á ári, gegn a. m.
k. 800 kr. annars staðar frá. Minna fé sýndist mér ekki
myndi að gagni koma. Margra hluta vegna þóttist eg
ekki geta farið fram á meira við Alþingi, en treysti því
hins vegar, að einhverjar stoðir myndi renna undir áforni
þetta, er mönnum yrði ljós þýðing þess, en fyrst og
fremst leit eg þar til Sáttmálasjóðs. Erindi þessu var vel
tekið af þinginu og fé veitt á fjárlögum 1929 og síðan aft-
ur á fjárlögum 1930, — til þess að safna heimildum til
íslenzkrar atvinnusögu. Á móti þessari fjárveitingu Al-
þingis lét Sáttmálasjóður frammi tilskilinn viðbótarstyi'k
á síðastliðnu vori. A síðastliðnu sumri dvaldi eg svo um
hríð í Vestmannaeyjum, við örnefnarannsóknir einkum,
því að þar í Eyjum er nú orðið fátt fornra minnja og
verksummerkja. Þennan stað valdi eg til upphafs starfi
mínu, eigi sízt sökum þess, að hér er um afmarkað svæði