Samvinnan - 01.04.1930, Síða 56
50
SAMVINNAN
að ræða, vél kortlagt og til þess fallið, að kanna það til
hlýtar og afla hér reynslu áður lagt yrði í stærra. Er ætl-
un mín, ef unnt verður, að gefa út á þessu ári staðalýs-
ingu, ömefna og miðatal í Vestmannaeyjum, staðsett á
uppdrætti eftir tilvísun kunnugustu og skilríkustu manna
með hliðsjón af eldri heimildum, skjölum, jarðabókum og
staðalýsingum, sem hér ná frá því um aldamótin 1700.
Vilpa.
Eitt aöalvatnsból Vestmannaeyinga áður fvrr. - „Það er óhætt að
segja, að Vilpa spilli lifi, heilsu og siðferði og öllum framföi’um
Vestmanneyinga". (Jónas Hallgrimsson: Lýsing- Vestmannaeyja.)
Að vísu er hér um að ræða fyrsta verk sinnar tegundar
á vora tungu og má því búast við, að eigi verði með öllu
fullkomið að formi og tilföngum, er tíminn er stuttur og
verkið örðugt. En rétt þykir þó að láta það fram koma
og gæti það orðið til leiðbeiningar og hvatningar við á-
framhald verksins. Því að hér skortir eigi sízt fyrirmynd-
ir við slík verk sem þessi.
Svo sem fyrr getur, hafði eg upphaflega í huga þau
atriði ein, sem beinlínis snerta hagsögu landsins. Á það
lagði eg áherzlu í erindi því til Alþingis, sem fyrr getur.
En við nánari athugun og kynni mín af þjóðfræðastarfi