Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 58
52
SAMVINNAN
Bezt færi ef til vill á því, að forganga þessa máls og mið-
stöð starfsins væri tengd háskólanum hér, föst og ræki-
leg' áætlun gerð um verkið og henni síðan fylgt fram og
svo til ætlað, að því yrði lokið á ákveðnum tíma, t. d. 10
árum. Yrði þá verkið unnið af fleirum mönnum, enda er
því svo háttað, að þörf er aðstoðar sérfræðings um suma
þáttu þess, t. d. þjóðlög, og er slíkt ekki margra meðfæri.
Eg skal nú til glöggvunar gefa yfirlit um helztu atriði
starfsskrár þeirrar, sem fylgja verður við þetta verk,
bæði við undirbúnings vinnu heima í héruðunum af þeim
mönnum og félögum, sem ljá lið sitt, og svo þeim
manni eða mönnum, sem taka við af hinum, samræma
og setja í kerfi allt, sem á vinnst.
I. Ö r n e f n i. Markmiðið er að safna öllum örnefn-
um og staðsetja þau á landabréfi. Það er gert á þann
hátt, að hver jörð eða landsheild, hefir sinn nafnalista.
Eru nöfnin tölusett og tölumar settar hver á sinn stað á
landabréfið. Við þetta verk þarf alúð og vandvirkni og
verður ekki gert nema með aðstoð kunnugustu manna á
hverjum stað. En sjálfar nafnaskrámar er auðvelt að
gera og stórkostleg fyrirgreiðsla fyrir þann mann eða
þá, sem staðsetja örnefni, ef þær væri gerðar og tiltækar.
Oft er mjög æskilegt að hljóðrita framburð á heitum.
sem hætt þykir við að sé úr lagi færð. Aftur virðist ó-
þarft að hafa það að reglu, að hljóðrita örnefnaskrárn-
ar allar, þótt slíkt sé títt erlendis og á það lögð hvað
mest áherzla, að það sé vel og samvizkusamlega af hendi
leyst.
Sjálfsag-t er að taka örnefnin öll og vanda til þess,
að hin rétta mynd þeirra, þ. e. a. s. sú, sem notuð hefir
verið að fomu, sé tekin og eigi aðeins lagfæring síðari
tíma, ef um slíkt er að ræða, sem til vill. Áður var
minnst á hið nána samband örnefnanna við því nær alla
þætti starfsemi manna og þýðing þeirra fyrir rannsóknir
urn þau efni. Belgur, Belgsá, Smiðjulaut, Smiðjusel benda
á hina fornu járngerð landsmanna. Saltnes, Saltvík, Salt-
höfði minnir á hinn forna saltiðnað. Ótöluleg örnefni