Samvinnan - 01.04.1930, Page 61
RANNSÓKNIR
55
merki öll frá fomum tíma, svo sem girðingar um tún,
haga og afrétti, sel, beitarhús, naust, verbúðir, lending-
ar, áveitur, vatnsveitur í hús, akurgerði, jámgerðar-
minnjar og svo allt annað, sem ber vott um verk manna,
verkháttu, notkun lands, landskiptingu, veiðiskap, veiði-
nytjar o. s. frv. Um þessar minnjar er þess að gæta,
að sumar þeirra a. m. k. eru mjög eyðingu undir orpnar
pg hafa löngum verið, og má með réttu ætla, að af þeim
AkurgerSi
á Ing'iriöarstöðum i Skriðuhverfi, ca. 11.—14. öld.
sjáist nú miklu minna en áður hefir verið. Svo er t. d.
um akurgerði. Um þær slóðir, er eg hefi ferðast, hefi eg
hvergi séð minnjar akra eða akurgerða annars staðar en á
eyðistöðvum, sem að líkindum hafa fallið í auðn fyrir
pláguna miklu og þá sennilega eigi síðar en um 1300.
Stöðvar þessar liggja ekki fjarri góðum og frjósömum
byggðum, en nokkru hærra og þvi raunar óvænlegri til
slíkrar ræktunar en allur meginþorri jarða í sveitunum
í kring. Er því tæplega of djarft að ætla, að akurgerðin
hafi eigi síður verið á þeim jörðum, sem jafnan hafa ver-
ið byggðar, en verlísummerkin eyðst og að engu orðið,
er akurinn varð að i-æktuðu túni. Sama gildir um áveit-