Samvinnan - 01.04.1930, Page 65
UM RANNSÓKNIR
59
vegna þess að söfnunarstarfið hefir ætíð verið í molum
að því er snertir munnlegar heimildir. Allt megin þess,
sem gefið hefir verið út af þessu tæi, er tekið úr hand-
ritum. En hér sem annars staðar er vandinn mestur að
hagnýta og finna heimildarmenn. Og hættan mest, að
þeirra missi við.
í máli mínu hér á undan hefi eg gert ráð fyrir því,
að til þess, að það verk ynnist, sem eg hefi nú lýst, hvort
heldur sá þáttur þess, sem eg hefi sjálfur mestan hug
á að vinna að, eða þó eigi síður heildarsöfnun um allt,
er verulegt gildi hefir fyrir starfs- og menningarsögu
vora — þá verði að koma á fót skipulagsbundnum sam-
tökum og starfi í hverju byggðai’lagi um land allt. Kæm-
ist það á, mætti svo fara, að einum manni eða fáum
yrði unnt að safna öllu efninu saman á ekki mjög löngum
tíma og gera það tiltækt, svo að úr því yrði unnið merki-
legt verk. Og í raun réttri sýnist mér, eins og högum er
háttað, að öll von um að koma slíku í framkvæmd bygg-
ist á vilja og skilningi landsmanna sjálfra á slíkum sam-
tökum. Á Norðurlöndum hefir kennarastéttin reynzt
mjög liðtæk um þessi efni. Hér myndi þess að vænta
eigi síður. Þá mætti vænta stuðnings í ýmsum greinum
frá Búnaðarfélagi íslands og Fiskifélaginu, að því er
snertir atvinnu og atvinnuhætti. En ef til vill myndi þó
mestu muna, ef ungmennafélögin, hvert eitt og í heild
sinni, vildi bindast fyrir um þetta starf. Að undanfömu
hafa þessi félög sums staðar a. m. k. fengizt við söfnun
ömefna. En þau hefir vantað fyiirmyndir, vantað starfs-
reglur. Þess vegna hefir minna orðið um framkvæmdir
og sennilega minna lið að því, sem þó hefir gert verið, en
ella myndi hafa orðið.
Um þetta verður nú að hefjast handa.