Samvinnan - 01.04.1930, Síða 66
Um danskan landbúnað
i.
Danir eru meðal fremstu landbúnaðarþjóða í heim-
inum. Meirihluti þjóðarinnar vinnur að landbúnaði. Mest
af útfluttúm vörum frá Danmörku eru landbúnaðaraf-
urðir. Danskt smjör, danskt svínsflesk og dönsk egg eru
víðfrægar vörur á heimsmarkaðinum.
Landið er vel fallið til jarðræktar. Stórgrýtt jörð,
álíka og hér á landi, er ekki til í Danmörku. Þar er ekki
annað grjót en hnullungssteinar, sem borizt hafa með ís-
aldarjöklinum norðan af Skandinaviu einhverntíma í
fymdinni. Vöntun á grjóti er oft til baga, þegar vegir eru
lagðir eða endurbættir. Hefir ofaníburður í vegi stundum
veiið fluttur sjóleiðis austan af Borgundarhólmi til Jót-
iands. En dönsku bændurnir eru iausir við jarðföstu
steinana, sem jarðabótamennirnir okkar þurfa að glíma
við í hvert sinn sem tekið hefir verið ofan af þýfðu túni.
í Danmörku er nú mjög lítið til af óræktuðu landi.
Svo má telja, að hver blettur af þessu flata, litla landi
sé til beinna nytja, að undanteknum nokkrum heiðaflák-
um á miðjum józka skaganum. 1 gamla daga var mikill
hluti landsins skógi vaxinn. I skógunum voru hirtir, rá-
dýr og villisvín, og íbúar landsins lifðu á veiðum. En öld
eftir öld var herjað á trén með öxi og plóg og Danmörk
er ekki lengur skógauðugt land. Nú hefir n'kið eftirlit
með því, að skógamir séu eigi höggnir um of, og á heiðun-
um er verið að planta nýja skóga, þar sem annar nytsam-
ari gróður á erfitt uppdráttar. Eik og beykitré voru og
eru enn algengustu skógartrén. Beykitrén eru há og
beinvaxin. Eikin er lítið eitt kræklóttari og með hrafótt-