Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 69
DANSKUR LANDBÚNAÐUR 63
að flytja út kornið og tóku upp nýja framleiðslu. Og jafn-
framt tóku þeir samvinnuskipulagið í þjónustu sína.
Byltingin var framkvæmd á einum áratug, svo vel, að allir
una betur eftir en áður. Og það er þessi bylting, sem hefir
hafið danskan landbúnað til álits um alian heim, en jafn-
framt komið fótum undir efnahag danskrar bændastéttar
og haganlega skiptingu landsins.
III.
Jarðeignum í Danmörku mætti við lauslega athugun
skifta í þrennt: Herragarðana svokölluðu, stórbýli og smá-
býli. Herragarðamir voru áður margir en fækkar óðum.
Þeir eru síðustu leifar aðalsvaldsins í Danmörku. Standa
enn nokkrar aðalsmannahallir frá miðöldum, sem bera af
hinum algengu bóndabæjum, og sýna, hvar arðurinn af
vinnu þjóðarínnar safnaðist fyrir í þá daga. Á herragörð-
unum er rekinn stórbúskapur með mörgu starfsfólki. Búa
verkamennimir með fjölskyldur sínar oft í smáhúsum
einhversstaðar í landareigninni, og hafa lítinn blett til af-
nota, sem konan og bömin geta hirt um, en sjálfur vinn-
ur maðurinn alla daga heima á aðalbúinu. Ríkið eða félög
manna hafa nú á seinni árum eignazt margt af hinum
gömlu herragörðum, og er þeim venjulega skipt í fjölda
smábýla, sem síðan em seld eða leigð með kjörum, sem
ekki eru fátæku fólki ofurefli. Þannig hefir hin fjöl-
menna danska húsmannastétt orðið til. Húsmennirnir hafa
ekki stærra land til umráða en svo, að þeir geta hirt um
það sjálfir með hjálp konu og barna. Sumir þeirra stunda
daglaunavinnu meðfram, þegar minnst er að gera heima.
Bústofninn eru kýr og svín og 1—2 hestar. Þegar stofn-
að er nýtt býli, veitir hið opinbera lán til að byggja
íbúðar- og peningshús á landinu,með því skilyrði,að bygg-
ingamar samsvari stærð landsins og sé með því fyrir-
komulagi, sem hagkvæmast er talið. Eru þetta samskon-
ar lán og þau, sem Byggingar- og landnámssjóður veitir
hér á landi. Á þennan hátt hafa myndazt þúsundir nýrra
sveitaheimila í Danmörku, sem hafa haft mikla þýðingu