Samvinnan - 01.04.1930, Page 75
DANSKUR LANDBÚNAÐUR
69
útflutnings, fái >að fóður eingöngu, sem bezt er talið.
Munu sektir liggja við, ef út af er brugðið. Hinsvegar
má vel fóðra svín á kartöflum og fóðurrófum, og gæti
það vel komið til greina hér á landi.
Svínasláturhúsin eru miklu færri en rjómabúin*).
Venjulega er eitt sláturhús í hverri borg með 20 þús.
íbúum eða meira. Svínin eru sótt á bílum heim til bænd-
anna. Bóndinn þarf ekki að flytja „slátrin“ heim eða bisa
Dönsk gylta.
við að selja þau sjálfur. Sláturhúsin koma í verð öllum úr-
gangi, sem nokkurt verðmæti er í, höfðinu, fótunum, blóð-
inu og innyflunum. Úr blóði og sumu af innyflum er unn-
ið gripafóður, en garnir munu vera sendar til Þýzkalands
og notaðar til pylsugerðar. Skinnið er ekki flegið af
kroppnum, heldur látið fylgja kjötinu.
Það er fyllilega ómaksins vert að koma inn í eitthvert
af hinum stóru nýtízku sláturhúsum samvinnufélaganna
og veita því eftirtekt, hvernig svínið breytist á fáeinum
*) Árið 1926 voru í Danmörku 1362 samvinnurjómatm og
48 samvinnusláturhús.