Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 78
72
S A M \ I N N A N
þekkja mátt samtakanna, og reynslu þeirra tíma hefir nú-
lifandi kynslóð tekið í arf frá mæðrum og feðrum. Þess
hefir áður verið getið, að rjómabúin og svínasláturhúsin
eru yfirleitt rekin af samvinnufélögum. Þá er auðvitað
kaupfélag í hverri sveit. Kirkjan, skólinn, kaupfélagið, og
rjómabúið eru aðalbyggingamar í hverju meiraháttar
sveitaþorpi. En auk þeirra, sem nefnd hafa verið, er ara-
grúi annara samvinnufélaga, sem annast sérstaka starf-
semi: Innkaup á tilbúnum áburði eða erlendu kraftfóðri,
sölu á eggjum, eftirlit með vöndun framleiðslunnar, kyn-
bætur fjár, kaup á landbúnaðarvélum til sameiginlegra af-
nota og starfrækslu þeirra, og loks lánsfélögin, sem ann-
ast peningaviðskipti. Eftir hálfrar aldar þróun er svo
komið, að bændumir geta ekki verið án samvinnunnar.
Hún er þeim nú orðið það þrautaúrræði, sem aldrei bregst,
þegar leysa skal þau viðfangsefni atvinnulífsins, sem ein-
staklingunum eru um megn.
VIII.
Enn er ótalinn sá þáttur landbúnaðarframkvæmda í
Danmörku, sem mesta eftirtekt ætti að vekja hjá oss ís-
lendingum. Það er landnámið á józku heiðunum.
Fyrir 65 áram átti smáþjóðin danska í ófriði við eitt
af stórveldum álfunnar, nábúana í suðri. Danir biðu ósig-
ur í því stríði og létu þriðjunginn af landi sínu. Það, sem
harðast var aðgöngu fyrir þá var, að þeir urðu að láta af
hendi Norður-Slésvík, land með dönskum íbúum og dönsku
máli. Sá missir hefir sollið í hinni hverslega gæflyndu
dönsku þjóð og orðið til þess, að hún átti erfitt með að
finna til samúðar með Þjóðverjum, þegar að þeim kom
að gjalda samskonar skuld eftir heimsófriðinn.
Eftir friðinn 1864 var Dönum það ljóst, að þeir gátu
ekki tekið land sitt aftur með hervaldi. En í þetta sinn
kom fram sama þrekið og þrautseigjan og endranær hjá
dönskum bændum. Miðhluti Jótlands var þá að mestu leyti
óbyggður. Þar voru möguleikamir til að græða ófriðar-