Samvinnan - 01.04.1930, Page 81
DANSKUR LANDBÚNAÐUR 75
er sáð í langar og þéttar raðir, svo þétt sem unnt er, enda
er trjánum eigi ætluð framtíð á þeim stað. Tveggja ára
gamalt grenitré er álíka hátt og eldspýta. Eru fjalir eða
jámþynnur reistar á ská milli raðanna til að verja þessi
veikbyggðu börn skógarins fyrir veðraáttinni. Á þriðja
árí er plantan tekin upp og sett niður á öðrum stað, þar
sem rýmra er um hana. Þar stendur hún 2—3 ár, hækkar
og skýtur rótunum lengra niður í jörðina. Fimm ára gam-
alt grenitré er um 20 cm. hátt. Þá fyrst er talið óhætt
að slepppa því úr fóstrinu. Ungu grenitrén eru tekin upp
á ný og sett niður einhvers staðar, þar sem ákveðið hefir
verið að rækta skóg. Sum eru send langar leiðir burtu,
þangað sem engar trjáplöntur eru til, en reitimar eru aft-
ur fylltir af yngri plöntum. Þannig er smámsaman verið
að ala upp skóginn, sem á að klæða heiðina í framtíðinni.
Það er eftirtektarvert hvaða menn það eru, sem fram-
kvæma það mikla uppeldisstarf,sem þarna er unnið. Það
eru menn, sem enginn væntir góðs af og engar opinberar
þakkir fá fyrir sitt þarfa verk. Það eru afbrotamenn
dönsku þjóðarinnar, sem þarna em að græða sár landsins,
í bænum Horsens í Mið-Jótlandi er eitt af fullkomnustu
og stærstu hegningarhúsum Norðurlanda. Á hverju vori
ei’u fangai-nir þaðan, að undanteknum þeim, sem varhuga
vert er að láta ganga lausa, fluttir inn á heiðamai’ og
látnir vinna að trjárækt. Það virðist vera réttlátur dóm-
ur foi’laganna, að þeir, sem hafa orðið fýrir þeirri ógæfu
að spilla menningu þjóðfélagsins, skuli gjalda skuld sína
með því að bæta og fegra landið. Og það er ekki ósenni-
legt, að þeirri kynslóð, sem byggir Danmörku á næstu öld,
muni þykja vænt um handtök ólánsmannanna, sem nú eru
að bæta fyrir brot sín inni á józku heiðunum, og dæmi þá
af þeim ástæðum eitthvað vægara en samtíðin.
IX.
Danskir sveitabæir eru að útliti og gerð mjög ólíkir
íslenzkum sveitabæjum. Byggingarefnið er nærri ein-
göngu múrsteinn, sem unninn er úr sérstökum leirtegund-