Samvinnan - 01.04.1930, Side 82
76
S A M V I N N A N
um. Er leirinn grafinn úr jörðu, lagaður til í mótum og
síðan hitaður í ofni. Fær hann þá gulan eða rauðleitan
blæ. Yfirleitt er múrsteinninn algengt byggingarefni um
alla Norðurálfu, þar sem ekki eru stórir skógar. Væri
sennilega öðruvísi um að litast í íslenzkum sveitum, ef
slíkt byggingarefni hefði verið fyrir hendi hér á landi.
Á dönskum bóndabæ eru venjulega fjórar aðalbygg-
ingar og standa í ferhyming, þannig að auður blettur
verður á milli. Byggingar þessar eru: íbúðarhús, fjós
(sem jafnframt er hesthús), hlaða og svínahús. Öll eru
húsin löng og lág, ein hæð með risi, en stundum kjallaiá
undir nokkrum hluta íbúðarhússins. Þök íbúðarhúsa eru
oftast úr brendum leir eins og veggirnir, íbognum múr-
steinsþynnum, sem lagðar eru á misvíxl eins og súð í
baðstofu. Þök útihúsanna eru oft úr hálmi. Er þakið gjört
úr hálmknippum, sem vafin eru með hampþræði, en síðan
lögð niður svipað og föng í heygalta og bundin saman
þannig, að endarnir á stráunum vita út. Endast stráþök
þessi áratugum saman, sé þeim hæfilega við haldið, og
ekki leka þau eða fjúka fremur en múrsteinsþökin. En
talsverða eldhættu hafa þau í för með sér, og fer þeim
því fækkandi síðan vátrygging sveitabæja varð almenn.
Á dönskum sveitaheimilum er yfirleitt ekki mikill
einangrunarbragur. Þéttbýli landsins og nágrenni við hin-
ar stærstu menningarþjóðir gjöra danska sveitafólkinu
mögulegt að njóta margra nútíma þæginda, sem okkur
eru enn fyrirmunuð, og fylgjast með því, sem fram fer í
veröldinni. Varla mun vera svo afskekkt sveitaheimili í
Danmörku, að eigi komi þangað póstur daglega. Akvegur
liggur heim að hverjum bæ, og fer pósturinn um sveitina
á hjóli með bréf og blöð í tösku á bakinu. Jafnvel land-
nemamir inni á strjálbýlustu heiðalöndunum vita um alla
helztu atburði veraldarinnar daginn eftir að þeir áttu sér
stað. Sími og útvarpstæki eru ákaflega útbreidd um sveit-
irnar. Sumir héldu, að útvai*pið myndi verða blöðunum
skæður keppinautur. En svo hefir eigi reynzt. Hitt er
aftur augljóst, að ekki þýðir að gefa út vikublöð, þar