Samvinnan - 01.04.1930, Page 84
78
SAMVINNAN
kýrnar hans og svínin eru eins og þau eiga að vera og
hafa verið árum saman.
En þrátt fyrir fullkomnustu ræktun landsins og
þrátt fyrir vísindalega nákvæmni í meðferð og vali búpen-
ingsins, myndi hagur danskra bænda eigi standa í þeim
blóma sem hann stendur nú, ef eigi kæmi fleira til. Bænd-
urnir í þessu litla landi hafa borið gæfu til að taka upp
og þroska það skipulag, sem hingað til hefir reynzt bezt
til að varðveita réttmætan arð vinnunnar í höndum erfið-
isfólksins í þjóðfélögunum. Samvinnan danska nær ekki
eingöngu til kaupa og sölu á vörum, heldur og að nokkru
leyti til atvinnunnar sjálfrar. Samvinnan gerir fátæku
bændunum mögulegt að eignast vélar og rækta jörðina
sína í samræmi við nýjustu rannsóknir, alveg eins og
hinum, sem ríkari eru. Samvinnan hjálpar bændunum til
að gera mjólkina og fleskið svo úr garði, að það verði
fyrsta flokks neyzluvörur í samkeppninni á heimsmark-
aðinum. Það er samvinnan, sem verndar spariskildinga
bændanna fyrir því að verða að óeðlilegum arði í vösum
vörusalanna, og það er hún, sem skilar þeim fullum arði
framleiðslunnar, réttlátlega og undandráttarlaust.
Gísli Guðmundsson.