Samvinnan - 01.04.1930, Síða 90
84
SAMVINNAN
Ber þá allt að sama. Það er höfuð nauðsyn,
að fullkomna á næstu árum þjóðvegakerf-
ið, o g 1 e g g j a þ j ó ð v e g i n a m ei r e f t i r s v e i t-
um en verið hefir og miða meir við vetrar-
ferðir og vor og haustferðir bíla. Verður, til
þess að vegaféð komi sem fljótast að notum og verði sem
flestum að gegni, að fullkomna sem fyrst þann hluta vega-
kerfisins, sem auðveldast er að leggja og liggur um frjó-
sömustu héruðin og mesta þéttbýlið, en b æ t a h i n u m
h é r u ð u n u m u p p m i s r é 11 i ð m e ð a u k n u m
strandferðum og flóabátum.
Við verðum á næstu árum að fásam-
felldan þjóðveg kring um allt landið,
austan um Suðurland, frá Skeiðará til
Reykj avikur og þaðan norður um 'and og
a u s t u r a 111 t i 1 R e y ð a r f j a r ð a r. V e g u r
þessi þarf að vera lagður svo um byggðir
og sléttlendi sem unnt er. Mun þá svo fara, að
vegur þessi mun verða bílfær allan ársins hring, nema á
smáköfium og i axtaka harðindum, og fullnægja tveim
megin þáttum vegaþarfarinnar — þörfum langferða-
manna, og flutningaþörf kauptúnanna. Mun eg' hér eftir
færa nánar rök að þessu og benda til, hversu ég hygg
hentast að leggja þennau þjóðveg.
Enginn hluti pióðvegarins (þegar frá eru skildir
smákaflar) mun meir notaður en vegurinn frá Reykjavík
austur að Ölfusá. Sá kafli hefir og valdið mestum um-
ræðum og ráðagerðum á prenti, á málþingum og manna í
millum. Ekki skal hér dómur lagður á, hversu íeyst skuli
úr þófinu um veg þennan. Ef þeim, sem mestan hlut eiga
að máli, austanvérum og Reykvíkingum, virðist, að hér
þurfi miklu meira með en annars staðar og vilja járn-
braut, munu þeir hrinda því í framkvæmd á líkan hátt og
öll þjóðin knúði upp Eimskipafélagið, eða einstök héruð
hafa knúið fram hugræn mál, svo sem Þingeyingar o<i
Borgfirðingar skóla sína, og Evfirðingai' Heilsuhæliö.