Samvinnan - 01.04.1930, Page 98
92
S A M V I N N A N
ina í Reykjadal. Eru það leifar hinnar fornu þjóðvegar-
stefnu austrn- í öræfin.
Fljótsheiði er ekki mjög há, en snjóþung. Kemur
þar oft snjór snemma á haustin, og varir langt fram á
sumar eftir harða vetra, þó löngu sé snjólausar byggð-
irnar beggja vegna. Er vissulega ekki eftirsóknarvert að
leggja krók á veg til þess að fara upp á heiði þessa, þeg-
ar styttri er leið um þéttbyggða sléttlenda sveit.
En þó er nú svo lagður þjóðvegurinn — sem stendur.
Það er 8—10 km. styttri leiðin úr Ljósavatnsskarði til
Húsavíkur, ef farið er norður Kinn — og norðan við
Flj ótsheiði og Garðsnúp, heldur en ef farið er y f i r
h e i ð i n a. Liggur nyrðri vegurinn um mikið þéttbýli og
hið frjósamasta land, lágt land og mishæða lítið.
Er hverjum manni auðsætt, að mikill hagur yrði öll-
um langferðamönnum að losna við hvorttveggja, krók-
inn og kelduna, losna við heiðarbrekkurnar, snjóinn og
aurana, sem snjónum fylgja, og fá leið sína stytta um
8—10 km. Þá er og auðsær hagur héraðsbúa í hinum
foma Ljósavatnshreppi, að fá beina leið um sléttlendi til
Húsavíkur.
Tvennt hefir verið haft á móti vegi þessum. Að hann
væri úr leið fyrir „túrista“, er vildi fara frá Akureyri
til Mývatns, og að hann kostaði nýja brú á Skjálfanda-
fljót. Þótt mótbárur þessar hafi rök að geyma, verða þær
léttar á vogarskál móti þeirri almannaþörf, að fá veg
norður Kinn. Er því fyrst til að svara, að sjálfsagt væri
að halda við ódýrum sumarvegi yfir Fljótsheiði, er fær
væri um skemmtiferðatímann, alveg eins og bent var á
um Vaðlaheiði og Holtavörðuheiði. Annars myndi flestir
skemmtiferðamenn fremur kjósa krókinn, vilja fórna
klukkutíma bílferð til þess að missa ekki af að sjá þrjár
hinar fegurstu og frjósömustu sveitir sýslunnar —
Kinn, Aðaldal og norðurhluta Reykjadals.
Nú í ár er verið að endurbyggja hina fornu brú á
Skjálfandafljóti við Goðafoss. Mun sumum óa við, ef
brúa ætti Skjálfandafljót fljótlega á öðrum stað.En því má