Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 99
SAMGÖNGUMÁL
93
til svara, að eigi eru brýmar bundnar við vissa tölu brúa
á vatni hverju, heldur brúar þörf. Skálfandafljót er eitt
lengsta vatnsfall landsins og fellur um 100 km. eftir
byggð. Fjöldi af stórám landsins er brúaður á tveim stöð-
um eða fleiri. T. d. Laxá í Þingeyjarsýslu er brúuð á 3
stöðum. Fnjóská verður fljótlega brúuð á tveim stoðum,
Hörgá, Svarfaðardalsá, Héraðsvötnin og Hvítá í Borgar-
firði o. fl. hafa allar tvær brýr. Ölfusá er brúuð í einu
lagi og ofar Hvítá og allar ár sem í hana renna. Þannig
mætti lengi telja, og mun þó ekkert vatna renna jafn-
langan veg eftir byggðum, sem Skjálfandafljót. Bendir
það á, að fá vötn muni hafa slíka brúarþörf. En ríkið
hefir ekki lagt í brú á Skjálfandafljót fyrr en nú. Gamla
brúin var byggð fyrir héraðsfé. Verkfræðingar, sem skoð-
að hafa brúarstæði á hinni nyrðri leið, telja það ágætt.
Brúin muni kosta um 60—80 þús. kr.
Ef þjóðvegurinn yrði lagður um láglendið — norður
Kinn, og krókurinn yfir Fljótsheiði tekinn af, myndi hinn
nýi vegur koma á akbrautina frá Húsavík nálægt Garði í
Aðaldal. Lægi síðan þjóðvegurinn sem nú, norður að
Tungu á Tjörnesi.
Fyrir nokkrum árum voru skiptar skoðanir manna
um það, hvort leggja bæri þjóðveginn milli Húsavíkur og
Kelduhverfis yfir Reykheiði eða Tunguheiði. Var að
lokum ráðið að leggja þjóðleið um Tunguheiði, sem er
miklum mun styttri, en svo há, brött og giljótt, að þar
verður naumast vagnfært gert. Síðan hafa komiö fram
tillögur um að gera akfæran sumarveg um Reykheiði.
En eina sjálfsagða þjóðvegarleiðin er, að fara hvor-
uga heiðina, heldur með sjónum „kring Tjömes“. Er
það hið bezta vegarstæði, mjög snjólétt og harðlent og
yrði vegur þar afar ódýr, að öðru en því, að nokkur gil
og ársprænur þarf að brúa. En hjá þeim brúm verður
eigi komizt. Vegurinn „kring Tjörnes“ er þrautaleið, því
Tunguheiði er mjög oft alófær hestum á
haustin, veturna og vorin. Við nánari mælingu
hefir komið í ljós, að leiðin „kring Tjömes“ frá Húsavík