Samvinnan - 01.04.1930, Síða 103
SAMGONGUMÁL
97
Húnavatnssýslu og eru víða komnir vegir frá honum
upp til dala. Þó er sjálfsagt að ríkið kosti:
IV. Skagastrandarveg frá Blönduósi og að
Skagaströnd. Með nýju höfninni verður Skagaströnd. að-
alkauptún Austur-Húnvetninga.
V. S k a g f i r ð i n g a b r a u t. Aðal þjóðvegurinn
liggur miklu minna um byggð Skagafjarðar en flestra
annara héraða og fjarri kauptúnum. Þess vegna virðist
sanngjamt, að ríkið kosti akbraut frá Vatnsskarði að
Sauðárkrók, svo sem nú er, og frá Sauðárkróki yfir
Hegranes, út að llofsós.
VI. Svarfdælabraut. Þjóðvegurinn liggur all-
þvei't um Eyjafjörð. Norðan við þjóðveginn er afarþétt
byggð út Ströndina og í Svarfaðardal. Kauptún eru á
Hjalteyri og Dalvík. Virðist svo sem ríkið hafi kostað
akbraut þar sem hennar er engu meiri nauðsyn en frá
þjóðveginum og til Dalvíkur.
VII. Eyfirðingabraut frá Akureyri inn fjörð-
inn er gömul akbraut lögð fyrir ríkisfé.
VIII. R e y k d æ 1 a b r a u t er einnig ríkisvegur og
ætti að verða það áfram, alla leið að Máskoti (þai sem
við tekur fjallvegurinn yfir Mývatnsheiði). Er það bæði,
að héraðið er þétt byggt, fólksmargt og mikill ferða-
mannastraumui' til Mývatns.
Svo vel lægi hinn nýi þjóðvegur um Norður-Þing-
eyjarsýslu, að varla virðist sanngjarnt, að ríkið legði
þar aðra vegi, né um Vopnafjörð og Langanesstrandir.
Eru þá ekki aukabrautir fyrr en austur á Héraði. En þær
virðist eðlilegt að ríkið kostaði:
IX. E i ð a b r a u t norður frá Egilsstöðum út í
Hjaltastaðaþinghá og
X. Fljótsdælabraut upp í Fljótsdal.
Þegar komnir eru þessir vegir allir, væri komið heil-
steypt vegakerfi um landið, þar sem sameinaðar væru
allar helztu byggðir og flest kauptún. Utan við þetta
7