Samvinnan - 01.04.1930, Page 104
98
SAMVINNAN
veg-akerfi stæði aðeins Vestfjarða-kjálkinn, Siglufjörður,
Austfirðir og Austur-Skaftafellssýsla.
Þeim héruðum er svo örðugt að koma í hið stóra
vegakerfi, að það verður efalaust að bíða um langan
tíma. Þar verða fyrsta og fremst að koma bættai- sam-
göngur á sjó og smávegakaflar frá þorpunum um firðina.
Sumum mun nú virðast ónytjumælgi að rita svo
langt mál um þörf vega og hvar þeir eigi að liggja. Land-
ið sé svo fátækt, að ekki sé hægt að leggja vegina. En
þetta er álíka skynsamlegt og aðferð bóndans, sem braut
orfið sitt í sláttarbyrjun og hætti slættinum, af því hann
þóttist ekki hafa efni á að kaupa sér nýtt orf. Eg hefi
áður í þessari ritgjörð bent á, að bættar samgöngur gera
það tvennt, að auka framleiðslumagnið og verðmæti fram-
leiðslu, meir en nokkuð annað. Góðar samgöngur stuðla
meir en nokkuð annað að því að auka þjóðarauðinn.
Það er sanni nær, að landið sé svo fátækt, að það
geti ekki lengur beðið samgöngubóta.
En einhvers staðar verður að taka féð. Mun það skylt
að benda til, hvai- helzt sé fjár að leita.
Eg vil fyrst benda til þess, að spara mætti meir fé
við vegagerð, en nú er gert. Vinnan við vegina er að
mestu í tvennu falin. Vegurinn er hlaðinn upp úr grasrót
og skurðir grafnir beggja vegna.
Nú er það mjög algengt, að flýta mikið fyrir skurð-
grefti og garðhleðslu með því að plægja efsta lag skurð-
anna og hlaða úr strengjum. Væri ekki hægt að nota
plóga meir en gert er til flýtisauka við vegagerð? Eg tel
það mjög sennilegt. Eg tel einnig víst, að verkfróðir menn
gæti flutt inn frá útlöndum eða fundið upp verkfæri,
sem gerði moldai'vinnuna við vegina fljótlegri og ódýr-
ari. Hitt aðalverkið við almennan akveg er flutningur
malar.
Þegar bændur ætla að byggja steinhús, reyna þeir
oftast að nota ódýra vetrarvinnu til malarflutninga.