Samvinnan - 01.04.1930, Side 105
SAMGÖNGUMÁL
99
Malarflutningar í vegina hafa mest verið framkvæmdir
þegar kaup er allra hæst.
Eg hygg, að vegirnir yrði langt um ódýrari þjóðar-
heildinni, minna verk tapaðist til vega frá aðalframleiðslu-
störfunum, heyskap og fiskiveiðum, ef áherzla væri lögð
á að spara mannaflið við moldarvinnuna að sumrinu með
vinnuvélum.
Síðan væri malarvinnan framkvæmd að mestu að
vetrinum, þegar sem minnst er að gera á þjóðai'búinu.
Mölin flutt á bílum, hestvögnum eða sleðum, eftir því
sem staðhættir væru beztir til. Sú vinna ætti jafnan að
vera ákvæðisvinna, en eigi borgað tímakaup. Hygg eg,
að í flestum sveitum myndi finnast all-margir menn,
sem fögnuðu að fá þar vetrarvinnu, þótt lægra yrði gold-
ið á malarhlassið heldur en nú er borgað um hásumar.
Myndi þetta stuðla að því að gera vegina ódýrari.
Þá tel eg það sjálfsagða reglu, að þeir, sem mest
hafa not hvers vegar, leggi jafnan nokkuð að mörkum,
jafnvel þótt þjóðvegur sé. Ekkert heilt sveitarfélag og
ekkert heimili ætti að fá bílveg heim til sín frá kauptúni
sínu, án þess að leggja nokkuð af mörkum. Það er al-
kunna, að jarðir hækka í verði við bættar samgöngur.
Vinna borgast betur, þar sem góðar eru samgöngur.
Það væri mjög sanngjamt, að lagðar væri, í eitt skipti
fyrir öll, nokkrar krónur á hvert þúsund jarðarverðs
þeirra jarða, sem ríkið gefur akveg heim til sín. Þetta
gjald yrði innheimt þau árin, sem vegur er lagður. Hver
verkfær maður ætti að vinna nokkur dagsverk endur-
gjaldslaust að akbraut sveitar sinnar.
Myndi þetta verða fúslega af hendi leyst hjá öllum,
er skilja, hvers virði vegir eru, og stuðla allmikið að því,
að létta vegakostnað ríkisins.
En þess er ekki að dylja, að ef framkvæma ætti stór-
stígar samgöngubætur á svo skömmum tíma, sem þörf
krefur, hlyti útgjöld ríkisins að vaxa að miklum mun.
Hvar á að taka það fé? Efalaust með hækkuðum
fasteignaskatti.
7*