Samvinnan - 01.04.1930, Síða 106
100
SAMVINNAN
Nú er svo ástatt, að öll framleiðsla byggist á afnot-
um fasteigna, jarðar og húsa. Bóndi, sem býr á vænni
jörð og á hana, hefir vitanlega aðaltekjur sínar af jörð-
inni. Aðalgjöldin stafa af því, sem hann þarf að kaupa
til viðurværis fjölskyldu og hjúum. Hið sama gildir um
húseiganda og atvinnurekanda í kaupstað. En svo er
skattamálum okkar undarlega fyrir komið, að mjög lítill
hluti af ríkissjóðsgjöldunum hvílir á fasteignum, tekju-
stofninum. Meginhluti gjalda til ríkissjóðs er lagður á
neyzluvörur -— þurftarneyzluna, og hvílir jafnt á fátæk-
uni sem ríkurn.
En nú er alveg sérstök ástæða til að leggja einmitt
samgöngugjöld á fasteignir, vegna þess að verðmæti fast-
eigna fer að mestu leyti eftir því, hversu þær horfa við
samgöngum. Gildir þetta bæði um jörð og mannvirki, ef
rétt er metið. Þeir nryndi því borga hæstan skatt, sem
beztar hafa samgöngur, og er það réttlátt.
Þetta hefir löggjafai'valdið viðurkennt með heimild
til sýslunefnda um álagning fasteignaskatts til vega.
Ég hefi hér að framan lagt til, að ríkið tæki að sér
að byggja vegakerfi, sem víðast hvar kemur í stað þeirra
akfærra sýsluvega, sem lagðir verða á næstu árurn. Eg hefi
einnig lagt til, að samgöngur á sjó yrði bættar í þeirp
landshlutum, sem eigi njóta þessa vegakerfis. V i r ð i s t
þá eðlilegt, að ríkið leggi slíkan fast-
eignaskatt á allt landið til samgöngu-
bóta, jafnt kaupstaði og kauptún sem
s v e i t i r.
Margoft hefi ég heyrt því haldið fram, að kaupstaðir
og kauptún eigi ekki að leggja til samgangna svo sem
sveitir. En þetti er hin mesta fjarstæða. Allar okkar
skipagöngur eru miðaðar við kaupstaðina, sérstaklega
hina stæstu. Vegir hvers héraðs miðast venjulega við að
veita hver-ju kauptúni vegasamband um allt héraðið. Til-
vei'a kauptúnanna byggist einnxitt á þeim samgöngubót-
«m, sem x-íkið hefir veitt þeim.
Ég veit, að ég hefi ef til vill þreytt lesenduma með