Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 22
þjóðarbúskap, eflingu atvinnu- lífsins og aukningu þjóðar- teknanna, má aldrei gleyma þeim sérstöku aðstæðum og staðháttum, sem íslendingar búa við. Þjóðin er ekki nema 200.000 talsins, og meira en helmingur býr nú í Reykjavík og næsta nágrenni. Lands- byggðin sjálf er bæði fámenn og strjálbýl, þegar borið er saman við nágrannalöndin. Slíkar aðstæður skapa mörg vandamál, en jafnframt nauð- syn þess að reyna að stækka strjiálbýlið og fámennið. Ég hef oft haldið því fram, að þessar aðstæður sköpuðu sérstakan jarðveg fyrir öflugt samvinnu- starf. Víðast hvar er fámenni það mikið, að kostir samkeppn- innar í framleiðslu og við- skiptum fá ekki notið sín. Of margar viðskiptaeiningar á hverjum stað (verzlanir) og of margar framleiðslustöðvar (frystihús) geta haft neikvæð áhrif á þróunina. Getur þá reyndin orðið sú, að menn kroppi augun hver úr öðrum. Frystihúsin á staðnum fá ekki nægilegt hráefni til þess að reksturinn geti gengið halla- laust, og verzlanir fá ekki nægileg viðskipti til þess að unnt sé að láta í té góða og ódýra þjónustu. Til að forðast misskilning af þessum bolla- leggingum skal lögð áherzla á, að í þéttbýlinu gilda önnur lögmál, enda þótt þar sé einn- ig unnt að brjóta reksturinn niður í svo smáar einingar, að hann spilli fyrir hagstæðri þróun. Fyrir sérhvert byggðarlag er það ómetanlegt að eiga sterk- an og öflugan burðarás. Víða út um byggðir landsins hafa samvinnufélögin gegnt þessu hlutverki. Á nokkrum stöðum hefur það komið í hlut dug- mikilla einstaklinga. Því miður er nú þannig ástatt með atvinnurekstur landsmanna, að það brakar og brestur í þessum áðurnefndu burðarásum. Hér er um svo alvarlega þróun að ræða, að rekstur þjóðarbúsins er í stór- hættu, ef ekki tekst að skapa undirstöðufyrirtækjum þjóðar- innar varanlegan rekstrar- grundvöll. III. Félagsform samvinnu- félaga Samvinnufélög eru grund- völluð á þeirri hugsjón, að fólk geti með samstarfi í skipu- lögðum frjálsum samtökum byggt upp og rekið félög til þess að annast ýmiskonar við- skipti, þjónustu og fram- leiðslu til hagsbóta fyrir fé- lagsfólkið. Hagsbæturnar eru fólgnar í því að þeim hagnaði, sem af rekstrinum kann að verða, er úthlutað til félags- manna í hlutfalli við viðskipti þeirra hvers og eins við félag- ið. Þetta hefur stundum verið orðað þannig, að fólkið sé sett ofar fjármagninu, þegar sam- anburður er gerður við önnur félagsform. íslenzk samvinnufélög starfa í öllum aðalatriðum eftir Roehdale-reglunum, þeim sömu og vefararnir settu árið 1844, þegar fyrsta kaup- félag veraldar, eins og við þekkjum slík félög, var stofn- að. í íslenzku samvinnulögunum eru aðaleinkenni á skipulagi samvinnufélaga talin vera þessi: 1) Aögangur frjáls fyrir alla, er fullnœgja ákveðnum skilyrðum. 2) Atkvœðisréttur jafn, þannig að hver félagsmaður hafi eitt at- kvœði án tillits til eigna eða viðskipta í félaginu. 3) Tekjuafgangi í ársreikningi fé- lagsins, er stafar af því, sem útsöluverð á keyptum vörum félagsmanna hefur verið ofan við kostnaðarverð, ellegar út- borgað verð fyrir seldar vörur þeirra hefur reymt neðan við fullnaðarverð, skal úthlutað eftir viðskiptamagni hvers um sig. 4) í stofnsjóði leggist sem séreign hvers félagsmanns nokkuð af tekjuafgangi þeim, er kemur í hans hlut við reikningslok. 5) Arður af viðskiptum, er utan- félagsmenn kunna að hafa gert við félagiö, að frádregnum op- inberum gjöldum, sem á hann eru lögð, skal lagður í varasjóð, nema honum sé varið á annan hátt til almenningsþarfa. 6) Vextir af inneignum félags- manna, hvort heldur í stojn- sjóði eða innlánsdeild ellegar viðskiptareikningi, séu eigi hœrri en iy^% ojan við inn- lánsvexti i bönkum, enda eigi úthlutað arði á annan hátt. 7) Nafnaskrá skal haldin yfir fé- lagsmenn, svo að jafnan sé fyrir hendi órœk skýrsla um félagatal. 8) Innstœðufé í skiptilegum sam- eignarsjóði sé ekki útborgað við félagsslit, heldur skal það, að loknum öllum skuldbinding- um, sem á félagsheildinni hvíla, ávaxtað undir umsjón hlutað- eigandi héraðsstjórnar, unz samvinnufélög með sama mark- miði taka til starfa á félags- svœðinu. Fœr það félag eða þau félög þá umráð sjóðseign- arinnar að áskildu samþykki sýslunefndar, eða bœjarstjórn- ar, og atvinnumálaráðherra. Kaupfélag Árnesinga, Selfossi. Kaupfélag Hrútfirðinga Kaupfélag Austur-Skagfiröinga, Hofsósi Kaupfélag Kjalarnesþings, Mosfellssveit Útibú Kaupfélags Þingeyinga í Reykjadal 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.