Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 35
ásir andstæðinga sinna fæla sig frá slíkum umræðum. Það versta fyrir hreyfinguna sjálfa væri ef hún fjarlægðist fólkið sjálft, uppruna sinn, og staðn- aði í ekki allskostar heppilegu horfi. Ef svo færi, hefði hins gamla arfs samvinnumanna, hugsjónar þeirra, ekki verið gætt sem skyldi, með skynsam- legri ávöxtun. Myndi þá vænt- anlega skjótt halla undan fæti fyrir hreyfingunni. Björn Teitsson. BALDUR ÚSKARSSON: AÐ VERA EÐA EKKI i. Ármenn íslenzkrar sjálf- stæðisbaráttu beittu hvössum geirum að hinni erlendu verzlunaránauð. Grundvöllur efnahagslegs sjálfstæðis var að gera verzlunina innlenda. Gáfaðir forystumenn bænda í Þingeyjarsýslum brutu land að sáðu í eigin akur sam- vinnuhugsjóninni, sem fyrst spratt upp hjá hinum nýju undirokuðu stéttum, er urðu til í kjölfar iðnbyltingarinnar í Englandi. Þrátt fyrir ríka einstaklings- kennd íslenzkra bænda sáu þeir að aðeins með samvinnu voru þeir nógu sterkir til að standast kaupmannavaldinu snúning. Með henni gætu þeir byggt upp fyrirtæki, sem færðu þeim sanngjarnt verð fyrir af- urðir og aðfengnar nauðsynj- ar. Allar götur síðan hafa bændur skilið manna bezt mikilvægi samvinnunnar, enda fengið allri sinni verzlun og af- urðasölu samvinnuform. íslenzku samvinnumennirnir settu kaupfélögunum lög, að erlendri fyrirmynd; þau voru öllum opin, atkvæðisréttur jafn, arði úthlutað eftir við- skiptum. Kaupfélögin hér höfðu frá upphafi þá sérstöðu að vera bæði félög neytenda og framleiðenda. Árið 1902 var Samband ísl. samvinnufélaga stofnað af for- ráðamönnum Kaupfélags Þing- eyinga, Norður-Þingeyinga og Svalbarðseyrar. Síðan var stofnað hvert kaupfélagið af öðru, og Sambandið sjálft færði út kvíarnar. í lok fyrra heimsstríðsins voru kaupfélög komin víðast hvar; Sambandið orðið eitt öflugasta fyrirtæki landsins og Samvinnuskólinn stofnaður. Með sterkri stjórn og ríkri samábyrgð komust samvinnufélögin án stórra skakkafalla gegnum heims- kreppuna. Að henni lokinni hófst timabil umfangsmikillar uppbyggingar og stóð það allt fram á þennan áratug. Vöxtur og velgengni sam- vinnufélaganna stöfuðu öðrum þræði af ótrúlegri framsýni og fyrirhyggju frumkvöðlanna. Þeir hófu þegar öflugt fræðslu- starf til að útbreiða sam- vinnuhugsjónina og lögðu ríka áherzlu á sem nánust tengsl fólksins við félögin. Jafnframt létu þeir fyrirtækin eignast eigið fjármagn til sjálfstæðrar uppbyggingar. Samvinnuhreyfingin, sem reyndist mikilvægasta vopnið í baráttunni fyrir innlendri verzlun, varð strax í byrjun til ótrúlegra hagsbóta fyrir fé- lagsmenn sína og efnahag landsmanna almennt. Hún réðst í stórframkvæmdir sem voru einstaklingum um megn. Um allt land urðu kaupfélögin og Sambandið styrkustu stoðir atvinnulífsins og tóku í sínar hendur verkefnin, þegar aðrir gáfust upp og hlupust á brott. Samvinnufyrirtækin eru eign fólksins sjálfs og afrakstur þeirra og uppbygging á við- komandi stöðum verða ekki flutt neitt annað. Samvinnu- félögin hafa ávallt verið í far- arbroddi fyrir fjölbættum úr- bótum og nýjungum í verzlun og atvinnuháttum, enda hafa þau ráðizt í margskonar fram- kvæmdir auk verzlunar; svo sem útgerð, iðnað, siglingar og tryggingar. II. Á undanförnum árum hefur samvinnuhreyfingin átt við mikla erfiðleika að etja. Þótt að hluta sé hér um að ræða sömu erfiðleika og hjá öðrum atvinnurekstri á íslandi kem- ur einnig annað til: Viðreisnarstjórnin, sem nú hefur í næstum áratug haldið „verndarhendi" sinni yfir bjóð og fósturjörð, hefur frá upp- hafi einkum talið tvo aðila til vandræðabarna bióðfélagsins: samvinnuhreyfinguna og verkalýðshreyfinguna. Eitt meginmarkmið forystuflokks ríkisstjórnarinnar hefur ætíð verið að koma SÍS og kaup- félögunum á kné. Að þessu hefur hann ötullega unnið með ýmsum ráðum. Eðlilega hefur þessi skæruhernaður aukið mjög á rekstrarörðugleika sam- vinnufélaganna. Auk þess hafa veltuskattar á atvinnulífið og innheimta söluskattsins lagzt mun þyngra á samvinnufélög- in en marga aðra, þar eð full- yrða má að aðeins örfá fyrir- tæki utan samvinnufélaganna skili fullkomlega þessum skött- um til ríkisins. Ýmislegt fleira en rekstrar- fjárskortur, skattabyrðar og röng stjórnarstefna hrjá sam- vinnuhreyfinguna. Hún á við margvísleg innri vandamál að glíma. Það eru hins vegar vandamál sem hún getur sjálf leyst, að minnsta kosti að hluta, ef vilji er fyrir hendi. Ég mun nú leitast við að varpa ljósi á nokkur þessara innri vandamála. III. 1) Samvinnuhreyfingin er fé- lagshreyfing, sem aldrei má losna úr tengslum við fólkið í landinu. Tvo síðustu áratugi hefur samt orðið sú þróun, að afskipti félagsmanna af kaup- félögunum eru mun minni en áður og félagsmönnum hefur ekki fjölgað, þrátt fyrir öra fólksfjölgun í landinu. Orsakir þessa eru ýmsar og liggja þær bæði í breyttum þjóðfélags- háttum og í því, að forystu- hlutverk samvinnufélaganna í verzlun hefur ekki verið eins ótvírætt og áður. Auk þess kemur hér efalaust einnig til vanmat forráðamanna hreyf- ingarinnar á ýmsu sem lýtur að félags- og fræðslustarfi. Sambandsfélögin hafa æ meir fengið á sig svip vald- stofnana í stað lífrænna félags- heilda. Of lítil rækt hefur ver- ið lögð við félags- og menn- ingarmál, útbreiðslustarf og erindrekstur. Forstöðumenn fyrirtækjanna hafa á síðustu árum, einkum vegna almennra efnahagserfiðleika, staðnæmzt í stundarsnatti á kostnað lang- tímauppbyggingar, eins og reyndar margir aðrir forstöðu- menn í íslenzku atvinnulífi. Þeir hafa nú mun minni tengsl við félagsfólkið og hafa margir hverjir einnig orðið ofhlaðnir verkefnum, þar eð þeir sitja í stjórnum ýmissa annarra fyr- irtækja auk alls kyns nefnda: Formaður sambandsstjórnar er jafnframt forstjóri stærsta kaupfélagsins; forstjóri SÍS er sjálfur stjórnarformaður í flestum dótturfyrirtækjum Sambandsins og sinnir auk þess öðrum vandasömum verk- efnum. Á þennan hátt hafa stjórnendur samvinnufélag- anna orðið örfáir önnum kafn- ir menn, sem umgangast að- allega hverjir aðra, en hafa nauman eða engan tíma til endurnýjandi samskipta við samvinnufólkið sjálft. Sam- vinnuhreyfingin hefur hér fallið í sömu gryfju og aðrir að hlaða sem mest undir sömu mennina, þannig að ekki er grundvöllur til að sinna einstökum verkefnum til fulln- ustu. 2) Ekkert er eins nauðsynlegt fyrir samvinnuhreyfinguna og að ná til æskufólksins. Hún þarf á hverjum tíma að eiga öflugan hóp ungs fólks, sem stendur vörð um hana og útbreiðir stefnu og hugsjónir samvinnunnar meðal jafn- aldra og vina. Samvinnuhreyf- ingunni er lífsnauðsyn að fá æ fleiri æskumenn til einlægrar og einarðlegrar þátttöku. Á þessu hefur hins vegar undan- farin ár orðið mikill misbrest- ur. Ein ástæða þess er, að forráðamenn samvinnuhreyf- ingarinnar hafa lítið sem ekk- ert gert til að laða unga fólk- ið til hennar. Eftir stuðningi og styrk þess hefur lítt verið leitað. Sú þróun hefur orðið í samvinnufélögunum, að trún- aðarmennirnir eru undantekn- ingarlítið aldraðir menn, sem skipað hafa þessar stöður ára- tugum saman. Á aðalfundum kaupfélaganna og Sambands- ins er sömu andlitin að sjá aftur og aftur. í stjórnum samvinnufélaganna verða menn yfirleitt ellidauðir. Það er þó fjarri mér að kasta rýrð á þessa öldunga, 'eldlegan áhuga þeirra og ötult starf fyrr og síðar, sem hefur skilað samvinnuhreyfingunni miklu. En við hinar öru þjóðfélags- breytingar, sem orðið hafa á íslandi og enn eiga sér stað, er samvinnuhreyfingunni algjör nauðsyn að efla til trúnaðar- starfa menn með ný viðhorf og nýjar hugmyndir og hæfi- leika til að annast sífellda end- urnýjun. 3) Samvinnuverzlunin hefur aldrei náð umtalsverðri fót- festu í Reykjavík, þótt ef til vill mætti undanskilja fyrstu ár Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, sem stofnað var 1937. Félagsmenn þess voru orðnir hátt á fjórða þúsund í árslok 1941 og urðu flestir ár- ið 1949 eða rúmlega 7 þús- 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.