Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 52
STEINAR SIGURJÓNSSON: Það var hann Siggi sem gekk framhjá dyrunum þá í peysu með sítrónflösku, og sítrón minnti hann á haf eða þyrsti hann til hafsins, einhvern veginn þyrsti hann. Það er svo skrítið að her skuli vera kominn, hugsaði Siggi. Ég veit ekki af hverju það er skrítið, en það er skrít- ið samt. Herinn er í klossum sem smella í götuna svo að heyrist í ans einhver sé að deya. Morð, morð! Það er alveg svo undarlegt hve það er skrítið, hugsaði Siggi litli tíu ára með sítrón og var hálfa og heila daga að glápa á herinn og vissi ekki neitt í sinn haus. Hann bara kitlaði í magann. Hann hafði keypt sítrónflösku í Jóa-sjoppu og nú stóð hann kyrr frammi fyrir hvíta húsinu sem einu sinni var bókasafn en nú bolluverksmiðja. Og þá heyrði hann í mótorhjclinu. Það var ein- hversstaðar niðrí bæ. Hann stóð alveg kyrr og glápti með sítrón í hendi. Það er alltaf verið að gera bollur og maður verður feitur af lyktinni, hugsaði Siggi. Það heyrðist hátt í dósunum og vélarnar eru mjög mjög skrítnar. Þær eru svo undarlegar og bolludósirnar snúast í hríngi og hríngi og hríngi og allir verða svo feitir af bollum eða bara bollulykt og ég veit ekki hvernig vélarnar eru. Hann horfði á Fíu og tennur hennar hlógu alltaf og hann fann lykt frá dyr- unum, annað hvort bollulykt eða bollu- svitalykt! Það er ein lykt. En Fía er falleg, það er skrítnast, og hún er eldri en ég. Hann sá líka konur við vélina. Þær hlógu. Það var hann Siggi sem gekk framhjá dyrunum. Ég var að kaupa sítrón, sagði Siggi við sjálfan sig. Ég ætla að drekka það heima. Það er svo gott. Þá sá hann Tjalla koma á hjólinu og Fía var í bollu- svuntu og gufan var ans sviti, hugsaði Siggi og horfði á magann á Fíu og vissi að honum þótti skrítið að vera til; og einu sinni sagði Tjalli halló, digga-digg, og dansaði í bragga við kóst og hló og lagðist í rúmið sitt fullorðinn með skegg. Diggadigg! sagði hann. Hve það var skrítið og ég feiminn og stóð á gólfinu og þorði ekki að fara að rúminu til að fá karamellur. Ó, her! Hvað skyldi mamma segja ef hún vissi að ég var þarna? Diggadigg! Mí giv jú gott. Nó. Ó jes jú fá gott. Æ dónt nó. Komm komm boí, sagði hann góður og ekki vondur. Æ dónt nó; æ gó. Það var hann Siggi sem var fyrir fram- an dyrnar og bollulyktin kom yfir hann ans furðulega góð hræðileg lykt af því hann heyrði í mótor og óttinn sveimaði inn í maga hans því einu sinni sá hann títu á her og einu sinni svaf hann í rúmi hjá Rósu sem var eldri en Fía. En Fía var fallegri af því hún var úng og fallegasta stelpa í öllu öllu þorpinu. Hann sá Fíu inn um opnar dyrnar og glápti á hana og Tjalli ekur alltaf á fullri slysa- ferð um þorpið með látum sem eru ans styrjöld, og einhver sagði: Hann er flugumannalegur þessi svarti á mótorn- um, þessi með skothöglin í holdinu. Haf- iði ekki tekið eftir skrámunum á þeim djöfli? Hvað er það? Aska? — stríðs- styrjöld? Og geggjaður er verra en brjál- aður því það er hræðilegt. Hjólið ólmaðist ans þúsund byssur þeg- ar hann kom fyrir hornið til að finna Fíu. Díííd! sagði hjólið og kom ofboðs- lega. Það sá Fía. Hún var í bollufýlu með svuntu fjórtán og loðin og góð. En það er skrítið að hún skuli hlæa að dídinu. Hinar hlæa líka, ans hænur. Hjólið nam staðar og samt lét hann það segja díd bara til að Fía yrði kát og varð kát og Tjalli hló full- orðinn ans maður, farinn að raka sig og þúngur. Díííd! sagði hjólið og Fía greip um magann og hann hlær með húfuna í hendi. Það var hann Siggi og enginn annar sem stóð þarna kyrr með þurran munn og augu hans voru ans tvö stór núll. Það var enginn annar en hann Siggi sem stóð þarna í peysu með sítrón og vildi horfa hræddur. Nei, ég er ekki hræddur. Fía horfir á hann í svitabollulykt og góð með sítt hár niðri og einu sinni var ég inní fjósi með stelpu sem kom úr Reykjavík og hún sagði komdu og við fórum inn í bás og horfðum hvort á annað og önduðum. Það var skrítið, í fjósafýlu, hún í rauðum smellukjól og pabbi hennar hét Óli og fór með hana suður næsta dag og ég stóð á bryggjunni og sá hana og var sveittur á höndum og fjósafýlan ekki lengur til og kannski var aldrei fjósafýla af því hún var falleg. Íííí! sagði Fía, úng, en hann fullorðinn og rakar sig. Íííí! Hún sem er falleg ans appelsína og segir ííí til að vera kurteis, kannski hrifin, úr því hann lét hjólið dída? Hún sem er með hár niður með vöngum og slær því aftur með hendinni eða kannski bara hlátrinum, af því hún er dásamleg, hárið rjúkandi í einhverri fegurð af því hún er láng láng best í heimi. Það er skrítið. Er ég kannski hræddur? Ég er bara hræddur í maganum af því Fía er þarna og hjólið kom og lét hana hlæa að dídinu því einu sinni sá ég hana spegla sig en hann er gamall og hún fjórtán, ég bara tíu, og hann rak- ar sig og reykir ans fullorðnir menn sem geta kramið mig ans voðalegur hestur. Hún sá mig ekki og ég þorði ekki inn af því ég var svo feiminn við hana en er kannski laglegur samt. Er ég laglegur? Ég var að bera út Moggann þá og sá hana þegar hún var að fara úr pilsinu til að spegla sig. Og svo fór hún úr undirkjólnum og fónninn var í gángi með rúmbuna og þá var ég á gánginum með Moggann og fór ekki og þá var hún í ekki neinu utan um líkamann og fór svo að reykja bara fjórtán með sígarett- una í annarri hendi en snerti sig með hinni þar sem er svo skrítið og synd. Þá var eitthvað undarlegt því hún stóð þarna fyrir framan spegilinn að sýngja með fóninum fjórtán, með sígarettuna og hár samt. En ég held samt ég geti verið lagleg- ur. Kannski er ég góður og skemmtileg- ur og laglegur? Ég bara vissi ekki hvað ég átti að gera. Ég var að bera út Mogg- ann. Ég glápti bara þótt ég sé kannski laglegur og fór ekki inn. Svo heyrðust eintómar trumburúmbur og reykur af sígarettunni leið upp með líkama henn- ar og sökk í hárið. Ekki nema fjórtán og gæti verið með strák og kannski átt barn af því hún er með hár og kannski kona með manni sem á rakvél og er harður! Hræðilegt, hræðilegt! Tjalli dídaði íyrir Fíu sem einu sinni horfði á sig í engu og hló í spegilinn af því hún var falleg. Getur hún þá verið með manni sem á rakvél? Ég hef venjulega skipt hárinu vinstra megin en nú er ég farinn að skipta hægra megin. Hefurðu tekið eftir því? Díííd! Sérðu ekki hve hann er með stórt andlit og harður ans hestur og þúngur? Því einu sinni sá ég hana í engu og stundi einhvern veginn vel lángt niðrí maga. Ég veit ekki af hverju. Það var einhvers konar hræðsla ans núna en það heyrðist ekki. Það er ans ég stynji upp úr öllum likamanum af hræðslu af því ég sá hana einu sinni, með hár, og hann er í her og gæti kannski meitt mjúka stelpu ans Fíu. Ef hún spryngi, í rúmi, í rúmbulofti að mása af því hann er þúngur og rakar sig? Það er eitthvað skritið og óþolandi að lifa. Hjólið er skrítið og ferðin og græna 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.