Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 32
um hefur íbúafjöldi Akureyr- ar vaxið jafnt landsmeðaltali. Hefur íbúafjöldi bæjarins ver- ið nær réttir fimm hundraðs- hlutar af íbúafjölda landsins öll þessi ár. Það er vitaskuld undirstöð- um bæjarfélagsins, atvinnulíf- inu, að þakka að vöxturinn hefur verið svona tiltölulega öruggur. Kjölfesta atvinnu- lífsins hefur greinilega verið traust, þvi það hefur þolað bæði síldar- og síldarleysisár án þess að bíða verulegt tjón. Þáttur samvinnuhreyfingar- innar í að skapa þessar traustu undirstöðúr verður vart ofmetinn. Fyrirtæki sam- vinnumanna hafa ekki heldur byggt á hinum stopula sjávar- afla svo neinu nemi, og það er að miklu leyti þeim að þakka að segja má, að atvinnulíf Akureyrar sé nú lengra kom- ið frá því hirðingjastigi, sem um of hefur einkennt islenzkt atvinnulíf almennt. Nú er mjög rætt um nýjar leiðir til að jafna hagvöxt í landinu á milli einstakra lands- hluta, að tryggja jafnvægi í byggðaþróun. í athugun eru nýjar leiðir i aðgerðum ríkis- valdsins til að ná þessu marki. í þessu sambandi hefur mönn- um orðið tíðlitið til Akureyr- ar, sem talið er að sé eini bær landsins, sem veitt geti höfuðborginni eðlilega og nauðsynlega samkeppni. Mark- miðið er, að til Akureyrar geti flutzt það fólk af Norðurlandi, sem ella flytti suður, en frá stríðslokum hefur Norðurland lagt öðrum landshlutum til um tíu þúsund manns. Ef þetta tekst, verður fólksfjölgun á Akureyri mun örari en und- anfarið. Skilyrði þess er að atvinnulíf bæjarins geti þró- azt enn örar í framtíðinni en það hefur gert síðustu árin. Hlutur samvinnufyrirtækj- anna í þeirri þróun getur ver- ið, og þarf að vera, stór. Bjarni Einarsson. HELGI BERGS: UM SKIPULAG SAMVINNUFÉLAGANNA Þeir sem fylgjast með sam- vinnufélögunum í nágranna- löndum okkar hafa á undan- förnum árum verið vitni að stórfelldari breytingum á fé- lagslegu skipulagi og verzlun- arháttum en átt hafa sér stað á öðrum tíma í hundrað ára sögu samvinnuhreyfingarinn- ar. Þessar breytingar eru ekki aðeins fólgnar í stækkun fé- lagslegra og viðskiptalegra starfseininga í því skyni að laga þær að tæknilegum og þjóðfélagslegum skilyrðum á síðari hluta 20. aldar, heldur er öllu frekar um að ræða al- gert endurmat á þjóðfélags- legri stöðu hreyfingarinnar, markmiðum og stefnu, og starfsháttum öllum. Hér á landi mótaðist félags- legur og viðskiptalegur grund- völlur hreyfingarinnar á fyrsta þriðjungi aldarinnar, og þá mótaðist hann að sjálf- sögðu af þeim þjóðfélagslegu aðstæðum, sem ríktu. Þá var á íslandi bændaþjóðfélag. Mikill meirihluti þjóðarinnar bjó í sveitum og fámennum kaup- túnum. Viðskiptaleg viðfangs- efni voru einkum þau að skipta afurðum bændanna fyrir inn- fluttar nauðsynjar, sem raun- ar voru hvorki miklar né marg- brotnar. í samgönguleysi þess tíma var það ekki óeðlilegt, að sérstakt kaupfélag væri stofn- að í hverju kauptúni. Þá var ekki komin til sögunnar sú verkaskipting, sem nú er nauð- synleg, enda viðfangsefnin einföld og fábrotin, og kom því ekki að sök þó félögin væru smá. Stærri félagsheildir Á undanförnum áratugum meðan stórfelldari breytingar en nokkru sinni áður hafa átt sér stað á atvinnuháttum og búsetuskipan hérlendis hafa samvinnufélögin verið læst í þann skipulagsramma, sem þeim var í upphafi sniðinn en hæfir ekki lengur þeim skil- yrðum, sem orðin eru. Það er afleiðing af þessu — þó að fleiri orsakir komi raunar til — að mörg kaupfélög, og þá einkum hin minni, eiga við versnandi rekstraraðstöðu að stríða. Dreifbýlið hefur verið aðalstarfsvettvangur félag- anna, en fólkinu þar hefur sífellt verið að fækka og með bættum samgöngum hafa við- skiptamiðstöðvar eflzt, sem þjóna stærri svæðum en áð- ur var. Þannig hafa víða ris- ið upp mjólkurbú, sem taka afurðir frá miklu stærri svæð- um en einstök kaupfélög ná til, en í kjölfar mjólkurinnar fylgja viðskipti af öðru tagi til þeirra miðstöðva, sem vaxa upp kringum mjólkurbúin. Slátrun og meðferð sauðfjár- afurða er eitt þeirra sviða, sem tæknivæðingin hefur enn ekki náð til, en það hlýtur hún að gera á næstu árum. Liggja þegar fyrir áætlanir, sem gera ráð fyrir, að sláturhúsum í landinu fækki úr 70—80 í 20 —30. En þegar sauðfjárslátr- unin færist einnig saman á fáa staði, mun verzlunin líka gera það í ríkari mæli. Það hefur verið að gerast og mun halda áfram að gerast um fyr- irsjáanlega framtíð, og við það mun aðstaða minni kaupfélag- anna enn versna. Á mörgum þeim stöðum, sem mega þó ekki með neinu móti vera án þeirrar þjónustu, er þegar orð- ið erfitt að halda uppi verzlun, nema þá helzt í samvinnu við og með stuðningi frá stærri viðskiptamiðstöðvum. Það þolir ekki langa bið, að samvinnumenn geri ráðstaf- anir til að taka félagslegum afleiðingum af þessari þróun. Félögin verða að stækka og eflast. Minni félögin hljóta að sameinast þeim stærri í sterk- ari félagslegar og viðskipta- legar heildir. Gerist þetta ekki með skipulegum hætti, mun lögmál frumskóganna koma til sögunnar og útrýma þeim, sem veikburða eru. Aukin hagkvæmni Stærri félagssvæði og fjöl- mennari félög eru ekki aðeins óumflýjanleg afleiðing þeirra þjóðfélagsbreytinga, sem eiga sér stað og hvorki er æskilegt né mögulegt að stöðva eða snúa við, heldur felur slík breyting einnig í sér margvís- lega möguleika til hagkvæm- ari reksturs á öllum sviðum starfseminnar. Kröfur nútím- ans um sérhæfingu og verka- skiptingu er ekki á færi lítilla reksturseininga að uppfylla. Dýrs og flókins tæknibúnaðar á sviði afurðasölunnar, t. d. til mjólkurbúa og nýtízku slátur- húsa, er ekki á þeirra færi að afla, en án hans verður fram- leiðslan of dýr, hvað sem öðr- um sjónarmiðum eins og kröf- um aukins heilbrigðiseftirlits o. þ. h. líður. Sama er uppi á teningnum á sviði vörudreifingarinnar. Víða um heim eru einstakar verzlanir smátt og smátt að þoka sem sjálfstæðar rekst- urseiningar og hverfa inn í stórar verzlanakeðjur. Reynsl- an hefur sýnt, að við nútíma- skilyrði getur mikið áunnizt við að reka margar verzlanir saman, enda eru víða ekki skil- yrði til þess — og sízt í strjál- býlinu hér — að leysa verzl- unarmálin með stórverzlunum einum saman, þó það væri sjálfsagt fræðilega hagkvæm- ast þar sem því verður við komið. Sameiginleg kerfisbund- in innkaup fyrir margar verzl- anir verða hagkvæmari og cdýrari. Reynsla og vöruþekk- ing nýtist fleirum. Vörubirgðir geta verið minni og veltuhraði meiri. Allt miðar þetta í þá átt að þjóna viðskiptamönnunum betur og ódýrar. Stórt kaup- félag með margar búðir, jafn- vel þó spölur sé á milli þeirra, getur haft yfirburðastöðu fram yfir lítið félag með eina litla búð. Kostnaðurinn við vöruflutn- ingana innanlands er tilfinn- anlegur liður í dreifingarkostn- aðinum, sem vafalítið má lækka verulega með bættu skipulagi og aukinni nýtingu flutningatækjanna. En jafn- framt liggur það í augum uppi, að þeim mun fleiri sem ann- ast þessa flutninga og ráð- stafa þeim, þeim mun erfið- ara um allt skipulag; og þeim mun meira flutningamagni sem ráðstafað er af hverjum einstökum aðila, þeim mun auðveldara að tryggja góða nýtingu flutningatækjanna. Nú á tímum er bókhald og skýrslugerð miklu veigameiri þáttur í rekstri fyrirtækja en áður var. Nú er ekki lengur tahð viðunandi að gera upp reikninga liðins árs einhvern- tima á því næsta til þess að sjá hvort út hefur komið tap eða gróði. Nú er lögð áherzla á rekstursbókhaldið, sem á hverjum tíma sýnir stjórnanda stöðu einstakra rekstursþátta og er honum undirstaða þeirra ákvarðana, sem hann þarf daglega að taka. Slík skýrslu- gerð eru nú auðveldari en áð- ur vegna aukinnar tækni á þessu sviði, en ekki heldur hún nýtist mjög litlum rekstursein- ingum. Hér er enn eitt dæmi þeirrar sérhæfingar, sem nú er orðin óhjákvæmileg nauð- syn og kallar á reksturseining- ar, sem séu nægilega stórar til að geta komið henni við. Nokk- ur kaupfélög eru nú farin að færa bókhald sitt í skýrslu- gerðarvélum Sambandsins og hefur það gefið góða raun. Vöxtur þéttbýlisins Það, sem nú hefur verið sagt, skal látið nægja að sinni til rökstuðnings þeirri kenn- ingu, að brýna nauðsyn beri nú til að stækka félagseining- arnar. En þjóðfélagsbreyting- ar undanfarinna ára hafa 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.