Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 28
eins fyrir alla — allra fyrir einn. Athafnasamt verkalýðsfélag og vel rekið kaupfélag hvar sem er, er sameiginlegt hags- munavígi alþýðustéttanna. Annað má alls ekki án vera hins — hitt ekki án þessa. Hvernig sem til hefur tek- izt með tekjuöflunina — hverju sem launabaráttan hef- ur skilað, er þess ávallt þörf að nýta tekjurnar sem bezt. Og á annan hátt betur en að hafa viðskiptamálin í eigin höndum verður það ekki gert. Þess vegna er augljóst hags- munamál alþýðustéttanna, verkamanna, sjómanna, iðn- aðarmanna og bænda — öðr- um fremur — að beina við- skiptum sínum til eigin búða — til kaupfélaganna. Þannig fá þeir mest og bezt magn nauðsynja fyrir afrakstur erf- iðis síns. Jafn augljóst er hitt, að kaupmaðurinn hlýtur alltaf að ætla sér gróðahlut — og hann verður af engum öðrum tekinn en af þér og mér — viðskiptavinunum. Því miður hafa þær systur samvinnuhreyfingin og verka- lýðshreyfingin ekki alltaf rækt skyldur sínar svo sem skyldi hvor við aðra. Oft látið sér í léttu rúmi liggja heiftúðugar árásir andstæðinga á aðra- hvora þeirra, án þess að veita hinni lið og snúast til varnar. Jafnvel hafa þær stundum eytt kröftum sínum í innbyrð- is úlfúð og illdeilur. Þetta ber að harma, og er mál, að því linni. Sem góðar systur eiga þær að veita hvor annarri lið sem hönd hendi og fótur fæti. Geri þær það, þá eru þær óefað eitt allra sterk- asta afl þjóðfélagsins. Samvinnuhreyfingin er tví- þætt: Hún er ekki aðeins neyt- endahreyfing, hún er einnig framleiðendahreyfing. At- vinnurekstur margskonar á vegum samvinnuhreyfingar- innar hefur aukizt og marg- faldazt á seinni árum. Ekkert er eðlilegra en að samtök væru mynduð á vegum samvinnumanna til verndar hagsmunum þess atvinnu- rekstrar. Þau samtök eru Vinnumálasamband samvinnu- félaganna. Aldrei hefur það að mér hvarflað, að þessi „vinnuveit- endasamtök“ gætu gengið að öllum kröfum verkalýðssam- takanna í kaup- og kjaramál- um. — Að verkalýðshreyfingin þyrfti ekki annað en heimta — Vinnumálasambandið segði já og amen. Nei — það er: ekkert á þann veg, sem fyrir mér vakir. En furðulegt finnst mér það, að þess skuli aldrei hafa orðið vart — nema í eitt einasta skipti — að Vinnu- málasamband samvinnufélag- anna hefði aðra afstöðu til kjaramála láglaunafólks en hin harðsvíruðu og stein- runnu vinnuveitendasamtök f j árgróðavaldsins. Þessi eina undantekning lýs- ir sem leiftur um nótt og er vissulega þess verð, að henni sé á loft haldið. Það var vorið 1961. Verka- fólk hafði orðið fyrir stórfelldri kjaraskerðingu. Vinnuveit- endasamband íslands hafnaði öllum sanngjörnum leiðrétting- um, eins og fyrri daginn. En þá gerðist þetta ein- stæða: Samvinnuhreyfingin tók í hönd verkalýðssamtak- anna og samdi ein sér um 10% kauphækkun. í það skipti sýndi hún og sannaði, að hún unni verkamönnum réttlætis. — Og hvað gerðist svo? Vinnu- veitendasamband íslands varð að sætta sig við samskonar lagfæringu launamála. En lengi eftir þetta linnti ekki stórorðum svívirðingum í garð samvinnuhreyfingarinnar vegna þess. En hvað stoðaði það? Þetta voru aðeins út- brot máttlausrar reiði: Vinnu- málasambandið hafði hins- vegar sannað tilverurétt sinn. Og þegar svivirðingaskrif íhaldsblaðanna voru hvað svæsnust, sendi forstjóri Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga, Erlendur Einarsson, and- stæðingum verkalýðssamtaka og samvinnuhreyfingar þá yf- irlýsingu í allri sinni hógværð, að hann liti EKKI á það sem hlutverk samvinnuhreyfingar- innar að troða illsakir við verkalýðssamtökin. Þá var vor í lofti — hunangs- ilmur úr grasi. — En slíkir at- burðir hafa því miður orðið sjaldgæfir síðan. Sagan sú hefði þó gjarnan mátt endur- taka sig. Og hún getur endurtekið sig. En ef það á ekki að verða stakur tilviljunarkenndur at- burður, heldur afleiðing þró- unar, þarf ýmislegt að gerast og einhverjir að taka sig fram um að láta það gerast. Mér hefur stundum legið við að harma það, að samvinnu- hreyfingin komst til þroska hér á landi snertispöl á undan verkalýðshreyfingunni. — Þingeyingarnir voru á undan sinni samtíð. Ef til vill væri þó réttara að harma, að verka- lýðshreyfingin skyldi ekki geta skotið rótum og þroskazt nokkrum áratugum fyrr — samtímis samvinnuhreyfing- unni. En hvernig þetta er orðið, skiptir ekki meginmáli. Aðal- atriðið er — ég vil segja, ógæfan er sú — að þessar menningar- og hagsmuna- hreyfingar íslenzkra alþýðu- stétta skyldu ekki verða tví- burasystur. Alþýðuflokkurinn og verka- lýðshreyfingin urðu ein skipu- lagsheild. — Samvinnuhreyf- ingin og Framsóknarflokkur- inn sem bændaflokkur mynd- uðu aðra og aðskilda sam- stæðu. Um 1940 var svo komið þró- un þjóðfélagsmála hér á landi, að skipulagsmörk Alþýðuflokks- ins eins sniðu verkalýðssam- tökunum allt of þröngan stakk. Þá var losað um þau tengsl, og síðan einkum á seinni árum markvisst að því unnið að þoka mörgum flokks- pólitískum 'Sjónarmiðum til hhðar í hinni faglegu baráttu samtakanna. Þetta hefur tvímælalaust verið til bóta og aukið styrk og þjóðfélagsleg áhrif verka- lýðshreyfingarinnar. Samskonar þróun er áreið- anlega orðin nauðsynleg inn- an samvinnuhreyfingarinnar. Kaupfélagsbúðirnar eru ekki 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.