Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 27
armið hafi ekki smátt og smátt orðið yfirsterkari? Er það ör- nggt, að þátttaka í atvinnu- rekstri á öllum þessum svið- um þjóni enn hinum upphaf- lega tilgangi? Hvaða hlutverki gegnir samvinnuhreyfingin í olíudreifingunni, svo að dæmi sé tekið? Er hún þar að koma á betri skipulagsháttum, með- limum sínum og öllum almenn- ingi til hagsbóta? Er hún vörn gegn einokunarverðmyndun? Eða starfar samvinnuhreyfing- in í þessari grein hreint og beint eins og hvert annað fyr- irtæki? Ef svarið skyldi vera hið síðastnefnda, hlýtur að vera tómabært að kanna, hvaða hlutverki samvinnuhreyfingin geti gegnt í þessari grein, og hvort hún eigi yfirleitt að halda starfsemi sinni þar áfram. Sams konar spurninga mætti spyrja um margar aðrar greinar. Á þátttaka samvinnu- hreyfingarinnar í fiskvinnslu og sölu sjávarafurða ennþá rétt á sér? Eða er samvinnu- hreyfingin með þessari starf- semi að taka á sig ábyrgð á atvinnu í vissum byggðarlög- um, sem öðrum aðilum stæði nær? Er heppilegt, að sam- vinnuhreyfingin sjálf reki bankastarfsemi? Ekki sízt er þó e. t. v. ástæða til að spyrja, hvort stjórn satmvinnufélag- anna sé þannig fyrir komið, að nauðsynlegt framtak geti not- ið sin í allri þessari margvís- legu starfsemi samfara viðun- andi eftirliti. Þessum spurn- ingum og öðrum sams konar hlýtur að verða að svara í ljósi þess, hver sé megintilgangur hreyfingarinnar og eftir hvaða leiðum þeim tilgangi verði náð með hagkvæmustum hætti. Margir samvinnumenn hafa sjálfsagt litið svo á, að starf- semi á mörgum sviðum styrkti og efldi hreyfinguna í heild, að meiðurinn yrði því sterkari sem fleiri greinar spryttu á honum. En er styrkurinn ekki miklu frekar fólginn í góðum vexti fárra greina, þeirra greina þar sem megintilgangi hreyfingarinnar verður bezt náð og starfsaðferðir hennar njóta sín bezt? Enda þótt þannig megi draga í efa, að samvinnuhreyf- ingin eigi lengur þýðingar- miklu hlutverki að gegna í öllum þeim greinum, sem hún nú fjallar um, getur þó jafn- framt verið, að hún hafi að- stöðu til að gegna sérstöku hlutverki á nýjum sviðum. Eitt slíkt svið er samvinna íslend- inga við erlend fyrirtæki í framleiðslu og sölu. Eins og tækni- og viðskiptaþróun í heiminum er háttað er aug- Ijóst, að íslendingar muni á næstu áratugum verða i vax- andi mæli að leita samvinnu við erlend fyrirtæki til þess að verða aðnjótandi tæknikunn- áttu þeirra og markaðsaðstöðu. í þessu efni er samvinnuhreyf- ingin sérstaklega vel í sveit sett vegna tengsla sinna við hliðstæðar hreyfingar í öðrum löndum, auk þess sem þátt- taka erlendra samvinnufyrir- tækja í slíku samstarfi mundi vafalítið mæta minni tor- tryggni hér á landi en þátt- taka einkafyrirtækja. Hér að framan hefur margra spurninga verið spurt um hlut- verk samvinnuhreyfingarinnar hér á landi. Þessar spurningar hafa verið lagðar fram á grundvelli þeirrar skoðunar, að íslenzk samvinnuhreyfing eigi þýðingarmiklu hlutverki að gegna framvegis eins og hing- að til. En þar sem þýðingar- mikil mál eru annars vegar, á ekki annað við en opinskáar spurningar. Jónas H. Haralz. HANNIBAL VALDIMARSSON: TVÆR SYSTUR Samvinnuhreyfing og verka- lýðshreyfing eru alsystur, sem eiga að styðja hvor aðra og styrkja. Verkalýðshreyfingin þjónar því frumhlutverki að afla teknanna — ákvarða tekju- öflun hins vinnandi manns. En þegar að því kemur, hvernig breyta skuli ávöxtum erfiðisins í lífsnauðsynjar, kemur til kasta hinnar syst- urinnar, samvinnuhreyfingar- innar. — Og það er vissulega ekkert hégómahlutverk held- ur. Það eru þessar félagshreyf- ingar fólksins sjálfs, sem öllu öðru fremur hafa byggt upp efnahag alþýðustéttanna á ís- landi eins og víðast annars- staðar í vestrænum löndum — þær hafa rutt alþýðu manna brautina frá örbirgð til bjarg- álna. Þetta gildir jafnt um verkafólk sem sjómenn, bænd- ur og iðnaðarmenn. Mikill hluti gróðamöguleik- anna í borgaralegu þjóðfélagi byggist á því að geta fengið vinnuafl fólksins á lágu verði og grætt á því — og að geta selt framleiðslustéttunum til sjávar og sveita lífsnauðsynjar þeirra á of háu verði — það er að segja með gróða. Þess vegna er það, að gróða- öflin, eða afætuöflin, fjand- skapast sífellt við verkalýðs- hreyfinguna og samvinnu- hreyfinguna. Örsök þess ligg- ur nánast í augum uppi. — Þær torvelda þeim afætustarf- ið. Ef verkalýðshreyfingin hefði ekki náð styrk og þroska hér á landi, væri vinnuaflið áreið- anlega gróðaöflunum miklu ódýrara en það þó er. — Það er að segja: Kaupið væri lægra, tekjur verkamannsins minni, lífskjör hans stórum lakari. Sama er að segja um sam- vinnuhreyfinguna. Áður en samvinnuhreyfingin óx úr grasi, voru verkamenn og bændur ofurseldir erlendri og innlendri skuldaverzlun. Þeim var bókstaflega haldið í þræl- dómsfjötrum skuldaáþjánar og örbirgðar. Afurðir bænda voru af þeim hirtar fyrir hálfvirði eða tæp- ast það, og fluttar úr landi óunnar og illa verkaðar. Á þessu sviði hefur bókstaf- lega orðið bylting, síðan sam- vinnustefnan tók að ryðja sér til rúms. Samvinnufyrirtækin, sem nú annast sölu og vinnslu landbúnaðarafurðanna, eru miklar þjóðþrifastofnanir. Já, þegar ég nefni „stofn- anir“, kemur mér það í hug, að sú hætta vofir nú í vaxandi mæli yfir fjöldasamtökum al- þýðustéttanna, félagsmála- hreyfingum eins og verkalýðs- hreyfingu og samvinnuhreyf- ingu, að missa smám saman hin lífrænu, traustu tengsl við einstaklinga samtakanna, og storkna meir og meir í form- um fyrirtækja, „stofnana“. Slíkt er máske óumflýjanleg þróun, en æskileg er hún ekki. Ekki slæ ég heldur rýrð á þjónustugildi kaupfélaganna, sem um áratugaskeið hafa annazt mikinn hluta vöru- kaupa fyrir verkalýð kaup- staða og kauptúna kringum allt ísland, auk þess sem þau sjá nálega allri bændastéttinni fyrir nauðsynjum sínum. Vissulega gegna þau geysi- víðtæku og þýðingarmiklu hlutverki í viðskiptalífi þjóð- arinnar. — En það endurtek ég: Þau verða að kappkósta að varðveita tengslin við það fólk, sem þau eiga að þjóna. Halda samvinnuandanum við lýði. Varast að einangrast og verða „stofnanir“. Fari svo, eru þau ekki lengur lifandi greinar á hinum mikla sam- vinnumeiði, sem breiða skal lim sitt um allt ísland. Það á að vera meginmunur hlutafélaga og einkafyrirtækja á verzlunarsviðinu annarsveg- ar — og samvinnufyrirtækja hinsvegar, að sú þjónusta, sem þeim er ætlað að veita, er ekki innt af hendi með gróða fyrir augum. Það skal vera meginregla, að söluverði varanna hjá kaup- félagi sé stillt í hóf, þó þann- ig að verzlunarreksturinn geti borið sig við eðlileg skilyrði og fulla hagkvæmni í rekstri. Það er grundvallaratriði í verzlunarrekstri á samvinnu- grundvelli, að hafi gróði mynd- azt, þegar viðskiptin eru end- anlega upp gerð og fé lagt í nauðsynlega öryggissjóði, þá skal afganginum skipt upp á milli félagsmanna sem stofn- sjóðsinnstæða, sem er persónu- leg eign samvinnumannsins. Með þessum hætti annast kaupfélögin raunár vöruinn- kaup og aðra þjónustu fyrir félagsmenn sína fyrir sann- virði. — Þetta er meginmun- urinn. Sé frá þessari grundvallar- reglu horfið í framkvæmd, mjókkar bilið mjög milli sam- vinnufélags og einkafyrirtæk- is. | Einkaaðstaða — vitneskjan um það, að kaupfélagsmenn- irnir eigi ekki í annað hús að venda — getur orðið voldugum kaupfélagsstjóra hættuleg freisting, sé hann ekki því staðfastari samvinnumaður. Og því er sízt að neita, því miður, að til eru kaupfé- lög, sem komin eru á villigöt- ur og virðast hafa gengið af samvinnuandanum dauðum. Einnig eru þess dæmi, að for- ustumenn samvinnufélaga hafa látið þau ganga í Vinnu- veitendasamband íslands. Greiða þannig stórar fjárfúlg- ur í herkostnað þeirra gegn málstað verkamanna, en ætl- ast samt til, að þau dragist ekki inn í þær deilur, sem verkalýðssamtökin eiga í við Vinnuveitendasambandið. En einmitt, þegar svo hefur farið, reynir enn meir á fólk- ið sjálft. Þá kemur til þess kasta að vekja samhj álparand- ann á ný — breyta „stofnun- inni“ aftur í þj ónustusamtök 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.