Samvinnan - 01.04.1969, Síða 5

Samvinnan - 01.04.1969, Síða 5
stjóri eSa stjórnarformaður nokkurra fyrirtækja, þó ætla mætti, að hvert þeirra starfa fyrir sig væri fullkomið verk- efni, ef vel ætti að takast. í grein þeirri, sem ég nefndi í upphafi þessa bréfs, er greint frá á hvern hátt enskir sam- vinnumemn hyggjast bregðast við sínum vanda og endur- skipuleggja samitök sin. Af þeim og öðrum þjóðum, sem slíkt hafa gert á undan þeim, getum við án efa margt lært. Það fer að verða brýn na/uð- syn fyrir islenzka samvinnu- menn að hressa upp á samtök sín, og lanigar mig að benda hér á nokkur atriði. 1. Aðskilja þarf neytenda- og framleiðendafélögin og um leið fækka og stækka heildimar. Gæti til dæmis verið eitt kaup- félag í hverjum landsf jórðungi, eða á annan hátt hagað eftir landfræðilegum aðstæðum. Væri þá einn meginlager þar sem auðveldast væri að annast dreifingu. Miða yrði við stað- greiðslu og keppa að því enn frekar en nú er gert að hafa lægsta vöruverð á markaðnum. 2. Sameima og setja á stofn framleiðendafélög á viðkom- andi svæðum, sem önnuðust sölu og vinnslu á afurðum bænda og sjómanna. Mætti þá gjama meta hvem þann iðn- aðarmann, er að fullvinnslu starfaði, sem fullgildan fram- leiðanda, og veita honum hlut- deild í þeirri verðmætaaukn- i-ngu, sem ætti sér stað, og stuðla þannig að betri vinnu og aíköstum. 3. Velta þarf þeirri byrði sem lánsverzlunin er á herðar bankanna og nota þeirra þjón- ustu meira en gert er, t. d. með því að greiða framleiðendum inn á ávísanareikninga og binda sig við staðgreiðslukerf- ið. Mundi þá minnka til mima allt skrifstofuhald, auk þess sem bankarnir mundu án efa hafa sterkari aðstöðu til að knýja fram hærri afurðalán fyrir framleiðendur heldur en kaupfélögin hafa. 4. Byggingarsamvinnufélög hafa þegar sannað ágæti sitt. Það væri því ekki úr vegi að benda á, að margskonar annan atvinnureksitur og félagsskap má reka með samvinnusniði en verzlim eina. Það væri kannski auðveldasta leiðin til að brúa bilið milli launþega og at- vinnurekenda að byggja at- vinnurekstur meira upp á sam- vinnusniði, þar sem hirrn al- menni starfsmaður væri meira hafður með í ráðum en nú er gert. Ekki er að vita nema hug- tak, sem vinnudeila nefnist, mundi þoka um set og verða sjaldgæfara í þjóðfélaginu en nú er, ef hverjum einstökum yrði á þann hátt gert ljóst, að hagur almennings og atvinnu- fyrirtækjanna í landinu hlýtur að fylgjast náið að. Það ætti að vera samvinnu- hreyfingunni kappsmál að gera starfsfólk sitt á þennan hátt virkara en nú er og auka skilning þess á þeim störfum sem það vinnur. 5. Þá væri ekki úr vegi að losna við þann misskilning, að samvinnuhugtakið tilheyri ein- um stjómmálaflokki hérlend- um eingöngu, svo hans með- limir eigi þar einir um að f jalla. Sú staðreynd verður ekki umflúin, að samvinnuhreyf- ingunni hefur ekki tekizt að afla sér þess fylgis í þéttbýlinu, sem eðlilegt væri. Það fylgi mun hún því aðeins vinna, að henni takist að koma fram í dralori PEYSURNAR FRÁ 'HEXLU i ÚRVALILITA OG MYNZTRA Á BÖRN OG FULLORÐNA. HEKLA AKUREYRI TJBT 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.