Samvinnan - 01.04.1969, Qupperneq 9
„Flutningur yðar er fullt eins
mikilvægur og innihald ræð-
unnar, þareð fleira fólk hefur
eyru sem unnt er að kitla en
skilning til að meta.“
Chesterfield lávarður.
„Látum oss hafa ástæðu til að
hefja mál vort og látum oss
ljiika því í tæka tíð. Því að
leiðinleg ræða egnir aðeins til
reiði.“
Heilagur Ambrósíus.
„Lífið hefur kennt mér að trúa
ekki góðum ræðum.“
Henrik Ibsen.
„Það var bara hér rétt um
daginn, að maður nokkur rit-
aði mér bréf og spurði hvaða
efni ætti að vera í stjórnmála-
ræðu. Því svaraði ég af ágætri
reynslu minni í þessum efnum,
að öll kúnstin við pólitískar
ræður sé sú að hafa ekkert efni
í þeim. Það er miklu erfiðara
en það sýnist.“
Hilaire Belloc.
„Talinu er valinn staður miðja
vegu milli hugsunar og at-
hafnar, enda kemur það einatt
í stað hvors tveggja.“
John Andrew Holmes.
„Orðfæri stjórnmálamanna —
og þetta á að breyttu breyt-
anda við um alla stjórnmála-
flokka, allt frá íhaldsmönnum
til stjórnleysingja — er við það
miðað að gera lygina senni-
l.ega og morðið virðingarvert
og að gæða vindinn ásýnd
fastra efna.“
George Orwell.
„Notkun orða í opinberu lífi í
Bandaríkjunum er skringileg;
hún er hláleg; hún er fráleit.
Fjöldi opinberra embættis-
manna okkar yrði skiljanlegri
og tvímælalaust skemmtilegri,
ef honum yrði gert að mála
hugm.vndir sínar á striga.“
Christopher Morley.
„Verði kona nokkru sinni stolt
af elskhuga sínum, er það þeg-
ar hún sér hann heilla áheyr-
endur með ræðumennsku.“
Harriet Beecher Stowe.
Um lesefni
„Lestur er nauðsynlegur, þar-
eð hann veitir okkur meira af
lífi; ef hann veitti okkur aðeins
fleiri bækur, gætum við hæg-
lega komizt af án han?.“
John Erskine.
„Til eru svo riddaralega sinn-
aðar sálir, að þær reyna að
gera ferð sína í bókaverzlun að
riddaraævintýri. Þær fara ekki
inn vegna þess að þær þarfnist
einhverrar ákveðinnar bókar,
heldur vegna þess að þær grun-
ar að þar kunni að leynast bók
scin þarfnast þeirra.
Christo'pher Morley.
„Hversdagslega er aðeins einn
klukkutími sólarhringsins
ánægjulegri en sá sem eytt er
við lestur í rúminu, áður en
farið er að sofa, og það er
klukkutíminn sem eytt er við
lestur í rúminu, áður en farið
er á fætur.“
Rose Macaulay.
»
9