Samvinnan - 01.04.1969, Page 50
Eysteinn Sigurðsson:
SKÁLDSÖGUR GUÐBERGS —
NÝTT RAUNSÆI
Það fer naumjast á milli mála, 'að af
þeim bókmenntaverkum, sem litið hafa
dagsins ljós hérlendis síðustu árin, hafa
ekki önnur komið meira róti á hugi
manna en skáldsögur Guðbergs Bergs-
sonar. Hér á síðum Samvinnunnar hafa
þegar orðið um þær allhvassar deilur, auk
þess sem mönnum munu enn í fersku
minni ýmis misjafnlega smekkleg blaða-
skrif, sem um þær hafa orðið í nokkrum
af blöðunum hér í höfuðborginni síðustu
misserin.
Þegar þetta er ritað, hafa birzt fimm
frumsamdar bækur frá hendi Guðbergs
Bergssonar: Músin sem læðist (1961),
Endurtekin orð (1961), Leikföng leiðans
(1964), Tómas Jónsson, metsölubók (1966)
og Ástir samlyndra hjóna (1967). Fyrsta
bókin er skáldsaga, önnur ljóðabók, hin
þriðja smásagnasafn og tvær hinar síð-
ustu skáldsögur. Það eru einkum tvær
síðast töldu bækurnar, sem orðið hafa
mönnum að deiluefni, og áberandi hefur
verið í þeim efnum, hversu margt yngra
fólk hefur tekið þeim opnum örmum,
meðan ýmsir af eldri kynslóðinni hafa
varla átt nógu sterk orð til þess að lýsa
vanþóknun sinni á þeim. Að sjálfsögðu
eru allar fullyrðingar um slík kynslóða-
skil í afstöðu fólks til þessara verka sett-
ar hér fram með nauðsynlegum fyrir-
vara, en allmörg dæmi mætti þó tína til,
ef þörf krefði, sem styðja þetta.
Þe.Sis skial og getið, að omsagnir gagn-
rýnenda hafa yfirleitt verið höfundinum
hliðhollar, sbr. t. d. það, er bókmennta-
gagnrýnendur allra dagblaðanna hér í
Reykjavík töldu aðspurðir Ástir sam-
lyndra hjóna meðal fimm beztu bóka árs-
ins 1967 í fyrsta hefti Samvinnunnar á
s. 1. ári. Ábyrgir igagnrýnendur eru að öll-
um jafnaði þeir aðilar, seim gerst ættu
að kunna að meta og skilgneina nýstár-
leg bókmenntaverk, og hljóta því úr-
skurðir á borð við þennan að vega all-
þungt að þvi er tekur til mats á al-
mennu gildi þessara verka.
Músin sem læðist
Eins og marga mun reka minni til, var
skáldsögunni Músin sem læðist yfirleitt
vel tekið, þegar hún kom út. Mun það
hafa verið nær einróma álit manna, að
þar væri um óvenjulega vel gert byrj-
andaverk á skáidsagnasviðinu að ræða,
einkum þó vegna þess að höfundurinn
tekur til meðferðar efni, sem lítt hefur
verið fengizt við fyrr í íslenzkum bók-
menntum, þ. e. hann lætur ungan dreng
segja í fyrstu persónu frá heldur ömur-
legri lífsreynslu í -sambúð sinni við stirð-
lynda móður sóma og auðsveipna grann-
konu hennar, sem báðar eru einstæðar
ekkjuir og eiga sér það áhugamál helzt að
fylgjast með helstríði eins af nágrönnum
þeirra, sem er að dragast upp úr krabba-
meini. Dauðastríð nágrannans, svo ó-
skemmtilega sem slíkt efni hlýtur jafnan
að koma flestum fyrir sjónir, verður
kjarninn í frásögninni, en þar togast
einnig á tvær höfuðandstæður, annars
vegar móðurafi drengsins, heilbrigður
gamall sjómaður og uppruna sínum trúr,
og hins vegar harðlynd móðir hans, full
fordóma í garð alls og allra og óhemju
metnaðargjörn fyrir hönd sonar síns.
Agar hún hann að bóklestri með það
fyrir augum að gera úr honum lækni, ef
ekki trúboða, nema hvort tveggja verði.
Inn í þetta blandast svo ýmsar aðrar
aukapersónur og mannlífsmyndir, svo
sem spíritismi, sem þarna verður í enn
eitt skiptið fyrir barðinu á háði íslenzks
skáldsagnahöfundar.
Það er að vísu síður en svo nokkur ný
bóla í íslenzkri skáldsagnagerð, að reynt
sé að grandskoða sálarlíf barna og ungl-
inga og lýsa umheiminum eins og hann
kemur þeim fyrir sjónir. En hitt er nýj-
ung, að beinlínis sé að því stefnt að út-
mála ljótleikann og hinar ömurlegu hlið-
ar mannlífsins eftir slíkum leiöum. Yfir-
leitt hafa skáldsögur af þessari tegund
verið meira eða minna rómantískar, og
unglingar, sem verið hafa aðalsöguhetj-
ur slíkra sagna, hafa þrátt fyrir allt, sem
á kann að hafa bjátað, getað litið björt-
um og vonglöðum augum á tilveruna og
til framtíðarinnar (t. d. Ólafur Kárason,
Uggi Greipsson og Hjalti litli). Hér hátt-
ar hims vegar svo til, að drengurimn er
algjörlega ofurseldur áhrifavaldi móður
sinnar, og í sögulok bendir ekkert til
þess, að honum muni takast að losna
undan því. Höfundurinn fullyrðir að
vísu ekkert um slíkt, en eigi það eftir að
gerast, fellur það a. m. k. algjörlega utan
við söguþráðinn í bókinni. Að þessu leyti
er ríkjandi algjört vonleysi innan spjalda
hennar, og þar er ekki sett fram nein
lausn á vandamálunum; sem eru við-
fangsefni hennar, heldur er megintil-
gangur bókarinnar ádeila á þær mann-
gerðir, sem í henni er fengizt við, og
athafnir þeirra. Jafnframt þessu er sál-
arlífi drengsins lýst af miklum næmleika,
og lesandinn verður sér þess vel með-
vitandi, hversu ofstjórn móðurinnar og
þvinguð sambúð hennar og drengsins
grafa smám saman um sig hið innra með
honum og valda honum sálarflækjum.
Hér er því á ferðinni visst raunsæi, þ.
e. efninu er lýst af miskunnarleysi eins
og það kemur höfundinum fyrir sjónir,
en engin tilraun gerð til þess að íklæða
það nokkrum rómantískum eða öðrum
annarlegum hjúpi. Að sínu leyti minnir
þetta raunsæi á eldri hliðstæður sínar í
íslenzkum bókmenntum, og má t. d.
minna á ýmsar af sögum Gests Pálsson-
ar, t. d. Tilhugalíf og Skjóna, sem í misk-
unnarlausri frásagnaraðferð sinni og
ádeilu eru að mörgu leyti hliðstæðar sögu
Guðbergs, þótt efniviðurinn sé að sjálf-
sögðu ólíkur, en hjá báðum þessum höf-
undum er á ferðinni sama tilhneigingin
til þess að afhjúpa sögupersónurnar, lýsa
þeim nákvæmlega eins og þær koma fyrir
og draga ekkert undan.
Að formi til er þessi skáldsaga hins
vegar síður nýstárleg. Söguþráðurinn er
einfaldur og fullkomlega samkvæmur
sjálfum sér innbyrðis, sagt er frá í ein-
faldri fyrstu persónu frásögn bókina á
enda, og hvert efnisatriði rekur annað í
eðlilegu samhengi. Því fer þannig fjarri,
að þar sé um að ræða nokkra tilraun til
formbyltingar innan íslenzkrar skáld-
sagnagerðar.
Tómas Jónsson, metsölubók
Allt öðru máli gegnir hins vegar í næstu
skáldsögu höfundarins, Tómasi Jónssyni,
metsölubók, því að þar er um að ræða
ótvíræða uppreisnartilraun gegn flestum
þeim venjum og hefðum, sem fram til
þessa hafa verið viðteknar hér á landi
um skipulega frásagnaraðferð og upp-
byggingu söguþráðar í ritun skáldsagna.
Sagan fjallar um Tómas nokkurn Jóns-
son, sem er gamall einhleypur bamka-
starfsmaður, vinafár, beiskur og ein-
þykkur. Bókin er byggð upp sem sam-
tíning.ur úr dagbókairblöðum hans og
ýmsu öðru, sem hann hefur skrifað niður
um dagana, og reynast áhugamál hans
bæði vera býsna fjölbreytileg og auga
hans fyrir umhverfi sínu allglöggt, en
að öðru leyti er hún að mestu hugleið-
ingar Tómasar um sjálfan sig, lif sitt og
umhverfi. Hugsanagangur Tómasar er
farinn að óskýrast mjög, þannig að það
hendir hann æ ofan í æ að rugla saman
hinum óskyldustu sviðum og hugtökum,
og það svo, að öll heilbrigð skynsemi er
þá á köflum fyrir borð borin. Þetta not-
færir höfundurinn sér út í æsar til þess
að koma á framfæri hinum fáránlegustu
hugmyndum og frásögnum, og er eitt
bezta dæmið um það kaflinn um söng-
konuna og Hitler (bls. 210 o. áfr.), þar
sem orsakir síðari heimsstyrjaldarinnar
eru riaktar til ofurástar Hitlers á sönig-
konunni íslenzku. Líka notar hann þessa
frásagnaraðferð til þess að koma á fram-
færi ýmsum ádeilukenndum myndum í
raunsæjum stíl, undir því yfirskini, að
þar sé um reynslu Tómasar sjálfs að
ræða, svo sem í lýsingu hafnarverka-
mamna'ninia í frásögninni af matsölu-
sbaðnum (sjá bls. 105 o. áfr.), eða þá hug-
smíðar hans út frá raunverulegum at-
burðum, sem átt hafa sér stað í umhverfi
hains, svo sem í köflunum Svarti sauður-
inm (bls. 191 o. áfr.), Fólska líksins (bls.
197 o. áfr.) og víðar. í svipuðum dúr er og
kaflinn um Kimblagarr (bls. 141—3),
nema hvað þar er háðinu beint gegn
fræðimönnum í norrænum fræðum, und-
ir því yfirskini, að um sé að ræða fræði-
mennskutilburði Tómasar. Undir lok
bókarinnar kemur svo til sögunnar mað-
ur sá, sem komizt hefur í dagbækur
Tómasar og búið þær til prentunar, og
segir frá honum og félögum hans í loka-
50