Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.04.1969, Blaðsíða 54
„ÓheiSarlegur stjórnmálamaSur . . . er beint endurkast af dugleysi og félagslegum óheiöar- leik fólksins". varð hægar.a að koma reymum á markað í USA en öðrum fyrirtækjum, og inn- flutningur Kúbu á vörum frá USA varð mestur hluti heildarhmflutnings hennjar. Ennfremur hagnýtti USA sér, að verð- mæti vöru vex hraðar en vinnueiningum í henni fjöigar, og unnu vöruna í USA en létu Kúbumenn aðeinis um uppskeruna. Til Kúbu voru fiuittar vörur, sem unnar voru úr hráefnl, er Kúbumenn höfðu selt USA, og seldar á verði sem nánast jafn- aði upp hráefnasöluna. Pram eftir öld- inni vomi nytjaskógar og annað iand brotið undir sykurreyrsræktunina, svo mjög að ekki urðu ræktaðar nauðþurftir þjóðarinnar. Allur almenningur lifði við sárustu örbirgð. Þjóðin bjó við efnalega þrælkun, en var sjálfstæð samkvæmt stj órnarskrá. 1952 tók Batista völd með samþykki hers. Einræðisvald hans var fólgið í að hann sniðgekk stjórnskipun ríkisins að geðþótta sinum, beitti hernum gegn landsmönnum til hverskyns ógna, stal og svívirti. Ógnarstjóm þessa einræðis og niðurlæging þjóðarinnar var alræmd, en eigi að síður sá USA valdhafanum fyrir fullkomnustu vígvélum, sem völ var á. Forsendan var, að vernda þyrfti landið gegn kommúnisma. Staðreynd var, að kommúnískt skipulag mundi hafa verið þegnunum bærilegra en volæði einræðis- ins — samkvæmt samanburði við önnur riki, sem bjuggu þá við kommúnisma. USA var því að vernda sjálft sig, ekki Kúbu; ráðamenn fcusu ftremur að halda þjóð þessari niðri í svaðinu en taka á sig þá áhættiu', sem stafað gat af því, að eyríkið tæki upp kommúnískt skipulag. Hinsvegar mundi slíkt fyrirkomulag þjóð- nýta eignir auðhringanna og USA þar með bíða fjárhagslegt tjón. Báðar þessar ástæður hafa legið að baki, einkum hin síðari. Þjóðfélagið lýtur forustu. Hún er annað hvort samkvæmt vi'lja meirihluta þegn- anna eða ekki. Vilji þegnanna verður bezt séður með almennum kosningum. Minni- hlutastjórn hefur mjög veika valdaað- stöðu hafi hún ekki sérstakt valdtæki, her. Hlutverk hers er jafnan tvöfalt: landvarnir og stjórnvarnir gagnvart þegnum eigin lands. Því gegndarlausari áherzla sem lögð er á síðara aitriðið, þeim mun ómengaðra einræði ríkir. Batista falsaði kosningar og „sannaði“ að vilji meirihlutans væri að baki setu hans í forsetastóli. Markmiðið með slík- um fölsunum er að þegninn álíti að „hin- ir“ vilji þetta og verði þannig hlutlauisari í afstöðu sinni til stjómvaldsins. Minni- hlutaskoðun Batista og hershöfðingja auk annarra, sem létu 'gróðasjónarmið og valdsælni ráða, var stefnumótandi þjóð- félagsins, en slík valdbeiting er einnig markmið byltingar. Valdaáhrif Batista stöfuðu ekki af 'uppreisn, né heldur af byltingu, þar eð nýju þjóðskipulagi verð- ur að hafa verið komið á með formlegum hætti til þess að byltimg sé orðin, heldur voru þau spillt stjóraivaldsafstaða. Minnihluti getur steypt valdhöfum og tekið við stjórn án þess að steypa stjóm- arformi í grundvallaratriðum. í þessu til- viki hefði minmihluti til dæmis komið Batista frá og hagað síðan stjórnvalds- framikvæmdum rneir í samræmi við stjórnarformið sjálft, þ. e. komið á um- bótum. Stjórnarskrárheimild var á Kúbu fyrir slíkri uppreisn. Castro breytti hins vegar stjórnarforminu í grumdvallar- atriðum, þannig að um byltingu var að ræða (126 manms stóðu að fyrri tilraum- inni). Ástand þjóða'rinnar, er-lent arðrán og örbirgð, jarðnæðis- og atvinnuleysi, þar með almenn beiskja í garð stjómarinnar, var aflhæfi (potiential) byltingar. Var- anleg vitneskja um sameiningartákn (Castro) dróst saman í kjarna innan þessa aflhæfis, vakti og efldi þar með virkni þess. Samvinna neðanjarðarhreyf- irnga víðsvegar um landið samræmdi síð- an byltingarsjómarmið bæði imnan þeirra, kjarnanna, og einnig hugarfarslega með- ál þeirra, sem voru óvirkir aðilar fram til valdatöku byltingarmanna. Fjölmiðlun útvarps og blaða var höfuðsameiningar- tækið. Framkvæmend'ur þessarar byltimgar nutu hylli meirihluta'ns. En stjóm verður einnig bylt, þótt hún njóti ailmennrar lýð- hylli; slíkt valdarán er spor í átt til ein- ræðis. Almenningur í þjóðfélagi getur verið svo sefjaður (að áliti byltingarhópsins), að hann beinlínis sjái ekki fyrir þann voða, sem óbreyttir stjórnarhættir stefnd honum í, né að hann taki sönsum, þótt slíku sé lýst fyrir honum með málefma- legum hætti. Markmiðið er þá oítast að taka ráðin af lýðnurn meðan stýrt er hjá voðanum og sefjumaráhrifum eytt (ó- sjaldan með gagnsefjun), en síðan að efna til kosninga og koma á lýðræði. Kredda getur 1-eitt til slíkrar byltingar og orðið úr algjört öngþveiti, þjóðernissjón- armið, rómantík. En það virðist óhjá- kvæmilegt skilyrði sliks, að byltingarhóp- urinn njóti stuðnings hers. Aðferð Bat- isita, að reyna að telja þjóðinni trú um, að stjórnin njóti meirihlutafylgis, er óhæf, þair sem hér eru ekki eigin hags- munir að baki, heldur er stefrnt að félags- legum umbótum alls þjóðfélagsins. Þjóð- in verður að vita um markmið og leiðir stjórnarininar, þótt hún eigi ekki kosta völ í því efni, þar eð enduruppeldi er ei-tt þessara markmiða. Spurning er, hvort minnihluti geti hrifsað til sín völd á íslandi með ólýðræð- islegum hætti. í lýðræðiskerfi Íslands er engin gloppa svo stór, að út frá embætti verði því bylt. Aflhæfi byltimgar er fólgið í flokksræð- inu. Stjórn og stj órnarandstaða gagmrýna ekki óskir þegnanna; þessir aðilar eru komnir í stöðiu síma vegna þess að þeir töldu hana sjálfir eftirsó’knarverða; þeir hafa verið valdir til hennar til að upp- fylla óskir kjósenda sinna; þeir leitast því við að uppfylla þessar óskir og jafn- framt styrkja þeir forsendur hlutverks síns með því að staðfesta kjósendur sína í óskum þeirra og með því að vinna þess- um óskum fylgi. Stjórnarandstaða gagn- rýnir stjórn, ekki kjósendur; hún leitast við áð sýna fram á misfellur í fari stjórn- ar; þannig reynir hún að vinna minni- hlutanum fylgi í nafni grundvallaratriða, sem minnihluti og meirihluti eigi sam- eiginleg. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.