Samvinnan - 01.04.1969, Qupperneq 71

Samvinnan - 01.04.1969, Qupperneq 71
út til Capri. Flogið aftur til Kaupmannahafnar og dvalið þar síðustu dagana áður en heim er haldið. Fararstjóri Thor Vilhjálmsson. KAUPMANNAHÖFN — BÚLGARÍA 16. ágúst og 30. ágúst — 15 dagar, kr. 19.800.— Flogið til Kaupmannahafnar og þaðan til Búlgaríu. Dvalið á nýju hóteli á fögrum stað við Svartahafið í eina viku. Tíminn notaður til hvíldar og stuttra ferða, m. a. til höfuðborgarinnar Sofiu. Flogið til Kaup- mannahafnar og dvalið þar nokkra daga áður en ferðinni lýkur. Farar- stjóri: Klemens Jónsson, leikari. DANMÖRK — ÞÝZKALAND — TÉKKÓSLÓ- VAKÍA — AUSTURRÍKI — UNGVERJALAND 24. júní — 22 dagar — kr. 24.800.— Þessi ferð er sérstasð vegna þess að hún gefur fólki kost á að ferðast mikið um á þremur vikum. Flogið til Kaupmannahafnar. Farið þaðan landleiðina til Berlínar (Austur- og Vestur-Berlínar). Þaðan til Prag, höfuðborgar Tékkóslóvakfu, sem marga fýsir að sjá nú, þaðan liggur leiðin um tékknesku fjallahéruðin til hinnar fornu, glæstu höfuðborgar Habsborgara, Vínarborgar, borgar gleði og söngs við Dóná. Þaðan er skroppið til Búdapest og svo haldið norður til Hamborgar og þaðan til Kaupmannahafnar. Dvalið er 2—5 daga í hverri borg. Tilvalin sum- arleyfisferð fyrir fólk, sem ferðast vill mikið, og sérlega ódýr ferð. Fararstjóri: séra Frank M. Halldórsson. NORÐURLANDAFERÐIR NOREGUR — DANMÖRK — SVÍÞJÓÐ 5. júlí — 19. júlí og 16. ágúst. 15 dagar kr. 21.800,00. Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar um sinn, áður en siglt er með glæsilegu nýju stórskipi til Osló. Þar er farið I nokkurra daga bíl- ferðalag um hinar undurfögru norsku fjalla- og fjarðabyggðir. Komið m. a. til Rjúkan, Þelamörk. Ekið með og siglt á Harðangursfirði. Dvalið í Osló, áður en aftur er siglt til Kaupmannahafnar og dvalið þar síð- ustu daga ferðarinnar. Farið í eins og tveggja daga ferðir yfir til Sví- þjóðar og til Hamborgar. Tilhögun annars frjáls í Danmörku en sitt- hvað á dagskrá. Fararstjóri: Jón Helgason. ÆSKULÝÐSFERÐIR SÉRA ÓLAFS SKÚLASONAR Eins og undanfarin ár verða farnar sérstakar æskulýðsferðir til Norður- landa, Þýzkalands og Spánar. Séra Ólafur Skúlason skipuleggur þess- ar ferðir og fararstjórarnir eru auk hans kennimenn, sem kunnir eru að miklu og góðu starfi fyrir æskufólkið innan Þjóðkirkjunnar. Nánari upplýsingar um þessar ferðir sem eru ódýrar fást á skrifstofu SUNNU. Fer mjög í vöxt að gefa fermingarbörnum slika ferð í staðinn fyrir umfangsmikla fermingarveizlu. NOREGS- OG DANMERKURFERÐ 5. júlí — 15 dagar, kr. 14.800.— Dvalið er á kirkjulegu æskulýðsheimili við Oslófjörð, örskammt frá Osló, og síðan nokkra daga f Kaupmannahöfn. Ferðin tekur tvær vikur. Fararstjóri verður séra Sigurður Haukur GuSjónsson. MALORCA — LONDON 9. júlí — 17 dagar, kr. 14.800.— Dvalið verður í tvær vikur á hóteli við ströndina í Can Pastilla, en á þeim stað er einmitt mikið um hliðstæða æskulýðshópa frá hinum Norðurlöndunum, þar sem þjónandi prestar eru gjarnan fararstjórar, enda eru margir foreldrar sem óska eftir því að unglingarnir fari einmitt í sínar fyrstu skemmtiferðir til útlanda undir stjórn og leiðsögn góðra fararstjóra, sem þekkja hjarta og hug æskufólksins og vita hvað æsk- unni er fyrir beztu varðandi skemmtanir og holla leiki. Bað og svalir eru með öllum herbergjum. Fararstjóri er séra Ólafur Skúlason. DANMÖRK OG ÞÝZKALAND 30. ágúst — 15 dagar — VerS kr. 14.800.— Flogið til Kaupmannahafnar og farið þaðan með járnbrautarlest til Þýzkalands með viðkomu á Fjóni og Jótlandi. Dvalið í æskulýðsbúðum í Þýzkalandi, sem eru í tengslum við æskulýðsstarf þýzku kirkjunnar. Síðustu daga ferðarinnar dvalið í Kaupmannahöfn. Tíminn notaður til skemmti- og skoðunarferða um borgina og nágrenni, heimsóttur dýra- garðurinn, Tivoli, söguslóðir íslendinga, fornar og nýjar, í Borginni við sundið. Fararstjóri er séra Björn Jónsson. LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN. Brottfarardagar: 6. júlí, 20. júlí, 3. ágúst, 17. ágúst, 31. ágúst, 7. sept- ember og 14. september. 12 dagar. — Verð kr. 20.800.— Þessar stuttu og ódýru ferðir gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru allar mjög ólíkar. Milijóna- borgin London, tilkomumikil og sögufræg höfuðborg heimsveldis, með sínar frægu skemmtanir og tízkuhús. Amsterdam, heillandi og fögur með fljót sfn og skurði, blómum skrýdd og létt ískapi. Og svo „Borgin við sundið“, Kaupmannahöfn, þar sem (slendingar una sér betur en viðast á erlendri grund. Borg í sumarbúningi með Tivoli og ótal aðra skemmtistaði. Þar er hægt að framlengja dvöl í ferðalok. Þessi stutta og ódýra ferð hefir átt vaxandi vinsældum að fagna með hverju ári. í fyrra voru farnar sex slíkar ferðir og komust færri með en vildu. Far- arstjórar: Klemens Jónsson, Jón Sigurbjörnsson og Gunnar Eyjólfsson. PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS Brottför 24. ágúst. 17. daga ferS. — VerS kr. 26.800.— Þessi vinsæla ferð hefir verið farin svo til óbreytt í níu ár, og jafnan við miklar vinsældir, enda fólk komið heim með óbrotgjarnar endur- minningar. Fólki gefst hér tækifæri til að kynnast nokkrum fegurstu stöðum Evrópu í rólegri ferð. Flogið er til Luxemborgar og ekið þaðan til Parísar og dvalið þar í borg fegurðar og gleði sólríkra sumardaga. Þar er margt sem hugann heillar. Frá París er ekið til Sviss. Leiðin liggur síðan um fögur héruð, þar sem vötn og háir fjallatindar setja svip á umhverfið. Ekið til eins fegursta af mörgum fögrum bæjum Sviss, Luzern, sem varð frægur ferðamannastaður fyrir meira en hundrað árum. Þar, í þessu fagra umhverfi Alpanna, er dvalið i fáeina daga. Siglt um vötnin og farið á tannhjólabrautum upp á fjöll til að SUNNUFERÐIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.