Samvinnan - 01.08.1969, Side 60

Samvinnan - 01.08.1969, Side 60
HEIMIUS& „ _ H Bryndis ^ > Steinþórsdóttir /—h S SIIIWIHH Ávaxta- og grænmetisdrykkir. ískaldir drykkir eru svalandi í sumarhitanum, einnig hressandi og nærandi á hvaða árstíma sem er. Saftpressur fylgja oft hrærivélum eða eru sérstök vél, sem pressar safa úr grænmeti og ávöxtum. Þannig fáum við á fljótlegri hátt sömu næringar- og bætiefnin og í hráum salötum. Hollast er að pressa drykkinn beint í glösin og ef vill er gott að kæla hann með ísmolum. Margir hafa þá ágætu matvenju að byrja morgunverðinn með græn- metis- eða ávaxtasafa þó ekki sé' nema jafneinfaldur drykkur og glas af volgu vatni með einni tsk af hunangi og safa úr hálfri sítrónu. Blandaður appelsínudrykkur. 1—2 appelsínur 1 epli 1 meSalstór gulrót Þvoið gulrótina og ávextina. Flysjið appelsínuna og gulrótina (ef þörf er). Skerið í meðalstóra bita og pressið. Agúrkudrykkur. i/i agúrka 1—2 epli Þvoið gúrku og epli, skerið í bita og pressið. Bragðbætið með sítrónusafa ef vill. Tómatdrykkur. 1 stór tómatur 1 appelsína 14 sítróna Flysjið appelsínu og sítrónu, þvoið tómata og skerið í bita ásamt ávöxtunum, pressið. Sveskjudrykkur. 1 epli 5—10 sveskjur Leggið sveskjurnar í bleyti og fjarlægið steinana. Þvoið eplið, skerið í bita og pressið ásamt sveskjunum. Drykkurinn er mjög góður fyrir meltinguna. Aprikósudrykkur. 2 appelsínur 10 aprikósur Leggið aprikósurnar í bleyti yfir nótt og pressið ásamt flysjuðum sundurskornum appelsínum. Melónudrykkur. 14—14 melóna 1 sitróna 100 g jarðarber, ribsber eða saft Flysjið melónuna og fjarlægið kjarnana. Flysjið sítrónuna og skerið í bita. Pressið ásamt berjunum eða blandið saftinni saman við. Miólkur- og ísdrykkir e'-u vinsælir t. d. í barnaafmæli. Þá eru hafðar skeiðar með löngu skafti eða sogrör í glösunum. í' ítrónudrykkur. 2 dl súrmjólk 2 msk sitrónusafi 1 tsk sykur (jarðarber, niðursoðin eða frosin) Allt þeytt saman. Bananadrykkur. 1 banani 1 tsk hunang 1 dl appelsinusafi 2 dl mjólk Flysjið bananann, merjið og bætið hunangi saman við, ásamt appel- sínusafa og mjólk. Grapedrykkur. 1 lítið grapealdin 1 msk vanilluís 2 dl mjólk Pressið ávöxtinn, blandið vanilluís og mjólk saman við. 60

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.