Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 23
En stjórnarvöld beittu ekki ávallt valdi. Alls ekki. Þau sýndu líka skilning. Kom hann í ljós með beinum svörum til náms- manna. Nærri þvi öll samhljóða á þá leið að: „Sanngjarnar kröfur námsmanna verða teknar til velviljaðrar athugunar“ eða „Stjórnarvöld hafa fullan hug á að taka eftir föngum tillit til eðlilegra óska þeirra“. Fundir með menntamálaráð- herra báru engan árangur. Stjórnarvöld töfðu málið og beittu valdi. Kröfur og aðgerðir námsmanna féllu ekki í ramma pólitíska kerfisins. Samkvæmt eðli þess voru viðbrögðin slík. Veigamikinn þátt í valdbeitingu stjórn- arvalda skipuðu málgögn stjórnarflokk- anna. Eyddu þau mikilli prentsvertu og brögðum til þess að sýna almenningi fram á ósvifni námsmanna, tillitsleysi krafna þeirra, velvilja stjórnarvalda og þátt ógnvænlegra vinstriafla í aðgerðun- ■ um. Gekk það vel, enda er Morgunblaðið með tugþúsundir lesenda ákaflega áhrifa- ríkt og sannfærandi. Þannig beittu stjórnarvöld umráðavaldi yfir fjölmiðl- um til að snúa almenningsáliti á sveif með sér. Einnig það er valdbeiting. Stjórnarvöld komu til móts við kröfur námsmanna í sumar. Lán voru aukin, hluti þeirra greiddur í byrjun námsárs. Þar með álita þau, að málið sé úr sög- unni. Námsmenn skulu setjast að sinu að nýju og krefjast einskis meir. Morgun- blaðið segir, að þessi árangur sé ekki frumhlaupi nokkurra námsmanna er- lendis að þakka. „Stjórnarvöld hafa eftir föngum tekið tillit til eðlilegra óska námsmanna." Punktur. Lánahækkunin er ekki opinberlega tal- in liður í tillögum SÍNE um lán, er nemi 100% umframfjárþarfar handa öllum nemendum í æðri skólum. Námslaun eru ekki nefnd. Meirihluti í stjórn lánasjóðs ekki heldur. Margnefnt pólitískt stjórnkerfi íslands hefur ekki hreyfzt á grunni, aðeins gefið eftir innan fjármáladeildarinnar, jafn lítið og það sjálft leyfir af nauðsyn. Það er ekki nóg. Kristján Guðlaugsson: Af freistara vorum þú leiddir mig útfyrir upp á musteri auðsins og sagðir: allt þetta og þriðjapart úr álverum heimsins skal ég gefa þér óverðugum ef þú gefur mér sálu þína ef þú gefur mér samvizku þína skilyrðislaust og þú dróst mig nauðugan upp á níræðan hamar valdsins og sagðir: öll þessi og þúsund lönd önnur skal ég færa þér frjósama dali fésælar afréttir algrónar lendur ómælisvíðar og þú þauðst mér hönd þína hála og þvala og hvíslaðir: þiggðu þiggðu II. þú minntir mig á bob hope í bandarískum sjónvarpsþætti eða sígarettuauglýsingu úr new york times þú minntir mig á billy graham við guðsþjónustu eða verðbréfabraskarann frá wall street eða miss world til að finna a/tur hamingju þina í fábrotnu lífi og látlausum háttum ég býð þér samkennd mína til að sigrast á áhyggjum þínum og þarflausri mannvonzku JÓLAKVEÐJA og matarhugleiðingar æi, keyptu einn lítra af þlóði ég er þyrstur og sottla flís af kjöti æi, keyptu tvær munnþurrkur og eina ryksugu æi, guð minn góður, er búið að éta alla vini mína? er búið að éta guð líka og líkið af WALT DISNEY? æi, skjóttu þá einhvern nágrannann I matinn, einhvern sem ekki reykir skóttu bara konuna útá horni, hún reykir bara sjö pakka á dag og tekur ekki nema fimm tegundir af pillum æi, gefðu mér dóp: valíum og líbríum æi, af hverju er allt étið, er þeim ekkert heilagt? æi, étum þá gamla hundinn á loftinu eða holdsveiku rottuna í kjallaranum étum betrekkið af svefnherbergisveggnum étum gellurnar af móður þinni étum síðasta blómið úr garðinum æi, guð minn góður, étum étum hugboð um byltingu Neistinn Atburðir vorsins kveiktu neista. Náms- menn og aðrir þjóðfélagsþegnar sáu, að mönun (próvókasjón) og skipulagðar að- gerðir, framkvæmdar með festu, bera árangur. Mönun vegna þess að bæði námsmenn og aðrir neyðast til að taka afstöðu með eða á móti málum. Skipu- lagðar aðgerðir og réttarbeiting vegna þess að þær virkja allan viljugan hluta námsmanna. Víst er, að námsmenn ná settum mörk- um, haldi þeir áfram á sömu braut, vinni betur að upplýsingu almennings og gagn- rýni bresti og mótsagnir i menntamálum og þ.'óðfélagsmálum yfirleitt. Þeir gleyma ekki, að baráttan er póli- tísk. Þeir gleyma ekki samstöðu sinni með láglaunafólki. Þeir gleyma ekki, að barátta þeirra fyr- ir réttlátu þjóðfélagi er í þágu flestra. Neistinn, sem kviknaði í vor, er alls ekki hjaðnaður. 4 III. en ég hló og minnti þig á orðin sem messías viðhafði forðum: vík frá mér satan vík frá mér satan IV. en svo leiddi ég þig tregan út í tunglsljósið þar sem tíbráin birtist sem liilling í björtu skini mánans og sagði: allt þetta og þrúgur jarðarinnar og þang hafsins þúsund andlit náttúrunnar allt þetta eru auðæfin og eilífðin svo teymdi ég þig dræman ofan af digrum haugum móleits gulls og sagði: aðeins þetta glys og þrjátíu dali silfurs getur þú boðið mér en ég býð þér frelsi í dag lít ég enn einu sinni yfir það sem á morgun verða rústir undrandi og í senn hryggur yfir þessum misfellum þessum efasemdum þessum andstæðum og á morgun verða lögmálin afnumin eitt af öðru eins og sprekin sem tínd eru á eldinn til að endurnýja hann og þegar rökkrið seilist fram og sjónin missir skyns á nótt og degi er skylda okkar sú að láta hvergi bugast hvergi skjátlast hvergi skelfast því við óttu verður akurinn vandlega plægður ungum höndum unz sofin moidin verður svört á ný og frjósöm þá kemur dögun eins og dögg af huldum spegli og djúpt úr fylgsnum áður blindra augna lít ég andlit mitt að lokum 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.